20. júlí 2006
Krakkarnir í Vinnuskólanum notuðu tækifærið og böðuðu sig í ánni í blíðunni sem hér hefur ríkt í dag. Á svona dögum flykkjast ungmenni bæjarins í ána bæði í Bauluna og í Fossinn og meira að segja mátti heyra skvaldur innan úr trjábeðjunni fyrir neðan ræsið og væntanlega hafa þar verið krakkar í frumskóga leik. Svæðið við ána er eitt best geymda leyndarmál bæjarins enda orðið mjög gróið og fallegt.
--------------
Á bæjarráðsfundi í morgun var meðal annars samþykkt að kaupa trjá- og greinakurlara á gámasvæðið en með því tæki verður vonandi hægt að spara sorpurðunargjöld og gámalosun. Við gerum ennfremur ráð fyrir að kurlið sem til fellur verði notað í beð og stíga enda framúrskarandi gott í slíkt.
Stærsta mál bæjarráðsfundarins var aftur á móti framlagning milliuppgjörs en Ólafur Kristinsson, endurskoðandi, mætti á fundinn og kynnti uppgjör fyrstu 5 mánuði ársins. Það er hefð fyrir því að þegar nýr meirihluti tekur við þá er framkvæmt milliuppgjör til að skilin séu klár við skiptin. Það sem helst kom á óvart var að rekstur stefnir í að fara umtalsvert framúr áætlun og þar munar mestu um hækkanir launa. Síðan er ljóst að fjöldi ákvarðana var tekinn á síðustu metrum kjörtímabilsins sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Flestar hverjar ágætar, en eftir stendur að auðvitað átti að reyna að sjá þetta fyrir. Hér munar milljóna tugum. Fjármagnsliðir eru síðan miklu hærri en gert var ráð fyrir en þar getum við kennt verðbólgunni um sem setur áætlanagerð á því sviði úr skorðum.
------------------
Ýmis mál koma upp sem þarf að leysa yfir daginn og fleiri núna sjálfsagt en oft áður því afskaplega fámennt er á skrifstofunni enda um helmingur starfsmanna í fríi.
Framkvæmdir eru hafnar við skólalóðina og mér sýnist á öllu að þar eigi að láta hendur standa framúr ermum. Verktakinn hefur ekki komist inná svæðið fyrr en nú vegna tafa við gatnagerð í Fljótsmörk. Er það mjög slæmt því erfitt er að vera með miklar framkvæmdir í gangi á skólalóðinni eftir að skólastarf hefst. Lögð er rík áhersla á það að stórvirkar vinnuvélar hafi lokið störfum á svæðinu þegar skólinn byrjar.
Húsbílaeigendur geta nú tekið gleði sína á ný því lokið er endurbótum á rafmagni á tjaldsvæðinu. Áberandi var hversu fáir létu sjá sig á meðan rafmagnslaust var á svæðinu og segir það manni allt um það hversu tæknivæddur landinn er orðinn. En nú er það komið í lag svo vonandi glæðist aðsóknin aftur.
--------------
Á bæjarráðsfundi í morgun var meðal annars samþykkt að kaupa trjá- og greinakurlara á gámasvæðið en með því tæki verður vonandi hægt að spara sorpurðunargjöld og gámalosun. Við gerum ennfremur ráð fyrir að kurlið sem til fellur verði notað í beð og stíga enda framúrskarandi gott í slíkt.
Stærsta mál bæjarráðsfundarins var aftur á móti framlagning milliuppgjörs en Ólafur Kristinsson, endurskoðandi, mætti á fundinn og kynnti uppgjör fyrstu 5 mánuði ársins. Það er hefð fyrir því að þegar nýr meirihluti tekur við þá er framkvæmt milliuppgjör til að skilin séu klár við skiptin. Það sem helst kom á óvart var að rekstur stefnir í að fara umtalsvert framúr áætlun og þar munar mestu um hækkanir launa. Síðan er ljóst að fjöldi ákvarðana var tekinn á síðustu metrum kjörtímabilsins sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Flestar hverjar ágætar, en eftir stendur að auðvitað átti að reyna að sjá þetta fyrir. Hér munar milljóna tugum. Fjármagnsliðir eru síðan miklu hærri en gert var ráð fyrir en þar getum við kennt verðbólgunni um sem setur áætlanagerð á því sviði úr skorðum.
------------------
Ýmis mál koma upp sem þarf að leysa yfir daginn og fleiri núna sjálfsagt en oft áður því afskaplega fámennt er á skrifstofunni enda um helmingur starfsmanna í fríi.
Framkvæmdir eru hafnar við skólalóðina og mér sýnist á öllu að þar eigi að láta hendur standa framúr ermum. Verktakinn hefur ekki komist inná svæðið fyrr en nú vegna tafa við gatnagerð í Fljótsmörk. Er það mjög slæmt því erfitt er að vera með miklar framkvæmdir í gangi á skólalóðinni eftir að skólastarf hefst. Lögð er rík áhersla á það að stórvirkar vinnuvélar hafi lokið störfum á svæðinu þegar skólinn byrjar.
Húsbílaeigendur geta nú tekið gleði sína á ný því lokið er endurbótum á rafmagni á tjaldsvæðinu. Áberandi var hversu fáir létu sjá sig á meðan rafmagnslaust var á svæðinu og segir það manni allt um það hversu tæknivæddur landinn er orðinn. En nú er það komið í lag svo vonandi glæðist aðsóknin aftur.
Comments:
Skrifa ummæli