9. júlí 2006
Hengillinn og Suðurlandsvegurinn
Í dag sunnudag, var gengið á Skeggja í Henglinum.
Huggulegt sunnudagsrölt sagði Svava vinkona þegar hún bauð okkur með í göngu um Hengilvæðið með vinnufélögum sínum. Ef þetta er huggulegt sunnudagsrölt þá ætla ég ekki í alvöru fjallgöngu með þessum hóp ! ! !
En mikið óskaplega var þetta skemmtilegt. Lögðum af stað yfir Sleggjubeinsskarð uppúr hádegi, gengum síðan fjallseggina í átt að tindinum. Ég hélt reyndar nokkrum sinnum að nú væri toppnum náð en alltaf birtist annar stærri framundan. Leiðin er fjölbreitt og falleg en nokkuð brött á mörugm stöðum. Skal játa það að mér féllust nær því hendur(fætur!) þegar við, eftir langa göngu og mikið púl komum skyndilega að Vörðu Skeggja sem reis ansi myndarlega fyrir framan okkur. EN það var nú ekki hægt að gefast upp þarna svo áfram var haldið uppá við í LANGAN tíma. Prílið og púlið var nú vel þess virði því útsýnið var stórkostlegt. Sáum til Reykjavíkur, Snæfelljökul og yfir Þingvallavatn. Skrifuðum í gestabók á toppnum svo gangan er til skjalfest.
Síðan tók við nokkuð löng leið niður af Skeggja, yfir grösugan Innsta dal og yfir Sleggjubeinsskarð enn og aftur.
Get varla líst gleði minni þegar grillti í bílinn í fjarska eftir 7 tíma göngu yfir fjöll og firnindi Hengilsvæðisins.
Það er aftur á móti ekki annað hægt en að dáðst að Alberti sem skoppaði þetta allan tímann, nokkuð geðgóður oftast nær. Gleði hans var nú samt fullkomnuð þegar hann datt í á í Innstadalnum og varð að labba holdvotur í tæpa tvo tíma í bílinn. Þetta fannst honum frábært, strákar eiga nefnilega að vera svona var mér tilkynnt! !
Myndir úr göngunni eru á myndasíðu ! ! !
-------------------
Í morgun komu sjónvarpsmenn austur fyrir fjall til að taka viðtal við mig vegna ákvörðunar bæjarráðs um að taka þátt í undirbúningsfélagi um vegbætur frá Reykjavík og austur á Selfoss.
Það var því vægast sagt sérstakt að sjá umferðaröngþveitið sem ríkti á Suðurlandsveginum þegar við ætluðum austur eftir Hengilgönguna miklu. Bíll við bíl eins langt og augað eygði og röðin haggaðist ekki. Víð héldum að slys hefði orðið á leiðinni en sáum svo í fréttum að svona var ástandið á veginum seinnipartinn í dag. Samkvæmt Vegagerðinni fóru líka um 11.000 bílar um Sandskeið í dag. Þarna sást greinilega að vegurinn annar engan veginn þeirri umferð sem um hann fer og vegabætur eru óumflýjanlegar.
Tók líka eftir því að það tók víst um 20 mínútur að aka í gegnum Selfoss í dag. Vegspotta sem venjulega tekur örfáar mínútur að skjótast um. Þarna er það brúin sem er farartálminn ásamt einbreiðum veginum út allt Ölfusið.
Nú er ég að velta því fyrir mér hvað þurfi að gerast til að raunverulegar vegbætur líti dagsins ljós á þessari leið?
Frumkvæði Sjóvár og hugmyndir þeirra um Suðurlandsveg í einkaframkvæmd hljóta að vekja athygli ráðamanna ekki síst ef sveitarstjórnir og fyrirtæki á svæðinu skipa sér í hóp þeirra sem vilja sjá góðan og öruggan veg milli Reykjavíkur og Selfoss verða að veruleika strax.
Í dag sunnudag, var gengið á Skeggja í Henglinum.
Huggulegt sunnudagsrölt sagði Svava vinkona þegar hún bauð okkur með í göngu um Hengilvæðið með vinnufélögum sínum. Ef þetta er huggulegt sunnudagsrölt þá ætla ég ekki í alvöru fjallgöngu með þessum hóp ! ! !
En mikið óskaplega var þetta skemmtilegt. Lögðum af stað yfir Sleggjubeinsskarð uppúr hádegi, gengum síðan fjallseggina í átt að tindinum. Ég hélt reyndar nokkrum sinnum að nú væri toppnum náð en alltaf birtist annar stærri framundan. Leiðin er fjölbreitt og falleg en nokkuð brött á mörugm stöðum. Skal játa það að mér féllust nær því hendur(fætur!) þegar við, eftir langa göngu og mikið púl komum skyndilega að Vörðu Skeggja sem reis ansi myndarlega fyrir framan okkur. EN það var nú ekki hægt að gefast upp þarna svo áfram var haldið uppá við í LANGAN tíma. Prílið og púlið var nú vel þess virði því útsýnið var stórkostlegt. Sáum til Reykjavíkur, Snæfelljökul og yfir Þingvallavatn. Skrifuðum í gestabók á toppnum svo gangan er til skjalfest.
Síðan tók við nokkuð löng leið niður af Skeggja, yfir grösugan Innsta dal og yfir Sleggjubeinsskarð enn og aftur.
Get varla líst gleði minni þegar grillti í bílinn í fjarska eftir 7 tíma göngu yfir fjöll og firnindi Hengilsvæðisins.
Það er aftur á móti ekki annað hægt en að dáðst að Alberti sem skoppaði þetta allan tímann, nokkuð geðgóður oftast nær. Gleði hans var nú samt fullkomnuð þegar hann datt í á í Innstadalnum og varð að labba holdvotur í tæpa tvo tíma í bílinn. Þetta fannst honum frábært, strákar eiga nefnilega að vera svona var mér tilkynnt! !
Myndir úr göngunni eru á myndasíðu ! ! !
-------------------
Í morgun komu sjónvarpsmenn austur fyrir fjall til að taka viðtal við mig vegna ákvörðunar bæjarráðs um að taka þátt í undirbúningsfélagi um vegbætur frá Reykjavík og austur á Selfoss.
Það var því vægast sagt sérstakt að sjá umferðaröngþveitið sem ríkti á Suðurlandsveginum þegar við ætluðum austur eftir Hengilgönguna miklu. Bíll við bíl eins langt og augað eygði og röðin haggaðist ekki. Víð héldum að slys hefði orðið á leiðinni en sáum svo í fréttum að svona var ástandið á veginum seinnipartinn í dag. Samkvæmt Vegagerðinni fóru líka um 11.000 bílar um Sandskeið í dag. Þarna sást greinilega að vegurinn annar engan veginn þeirri umferð sem um hann fer og vegabætur eru óumflýjanlegar.
Tók líka eftir því að það tók víst um 20 mínútur að aka í gegnum Selfoss í dag. Vegspotta sem venjulega tekur örfáar mínútur að skjótast um. Þarna er það brúin sem er farartálminn ásamt einbreiðum veginum út allt Ölfusið.
Nú er ég að velta því fyrir mér hvað þurfi að gerast til að raunverulegar vegbætur líti dagsins ljós á þessari leið?
Frumkvæði Sjóvár og hugmyndir þeirra um Suðurlandsveg í einkaframkvæmd hljóta að vekja athygli ráðamanna ekki síst ef sveitarstjórnir og fyrirtæki á svæðinu skipa sér í hóp þeirra sem vilja sjá góðan og öruggan veg milli Reykjavíkur og Selfoss verða að veruleika strax.
Comments:
Skrifa ummæli