1. apríl 2006
Í stað hefðbundins opins húss á laugardagsmorgni var farið í gönguferð um miðbæ Hveragerðis með Birni Pálssyni, sagnfræðingi. Margir héldu reyndar að auglýsingin væri apríl gabb, því allir vita að Björn er mikill vinstri maður og hefur alltaf verið. Því þótti mönnum þetta samkrull harla ólíklegt. En Björn er víðsýnn fræðimaður og gat ekki sleppt þessu tækifæri til að miðla fróðleik um bæjarfélagið. Enda varð gönguferðin hin skemmtilegasta, veðrið var líka með eindæmum fallegt þrátt fyrir að kuldinn hafi níst innað beini, enda norðan rok. Þátttaka var framar vonum og fylltist Sjálfstæðishúsið að lokinni göngu af kaffiþyrstu og köldu fólki.
Sjálfstæðisfélag Hveragerðis hefur nú opnað heimasíðu á slóðinni; www.blahver.is. Endilega lítið við þar og fylgist með hvernig kosningabaráttan gengur fyrir sig.
-------------------------------
Ég snarféll í fyrstu fyrir aprílgabbi Ríkissjónvarpsins enda fannst mér afskaplega líklegt að Sylvíu Nótt yrði meinað að taka þátt í Söngvakeppninni í Aþenu. Það hélt ég að væri vegna þess að hún hefur nafn Guðs í flimtingum í enskri útgáfu af laginu. Sú staðreynd á áreiðanlega eftir að fara fyrir brjósið á sanntrúuðum blóðheitum suðurevrópubúum. Þegar átti að stefna fólki til útvarpsshússins til að mótmæla þessu kom í ljós hvers kyns var. Það dugar víst að láta gabba sig rækilega einu sinni á lífsleiðinni. Við gleymum seint þegar við keyrðum út um allt Seltjarnarnes til að reyna að finna hvalavöðuna sem þar hafði synt á land. Skyldum heldur ekkert í því hvers vegna alls staðar var flaggað í hálfa stöng þennan dag, það hlyti einhver afar merkilegur að vera dáinn ! !
Síðar um daginn kom í ljós að það var fyrsti apríl sem þetta árið bar uppá föstudaginn langa. ÉG verð að bæta við að það eru afskaplega mörg ár síðan þetta var og við höfum ekki látið gabbast jafn kröftuglega síðan. Vinir okkar í Sandgerði, sem upplýstu okkur um staðreyndir málsins, eru aftur á móti örugglega enn að hlægja að okkur.
Sjálfstæðisfélag Hveragerðis hefur nú opnað heimasíðu á slóðinni; www.blahver.is. Endilega lítið við þar og fylgist með hvernig kosningabaráttan gengur fyrir sig.
-------------------------------
Ég snarféll í fyrstu fyrir aprílgabbi Ríkissjónvarpsins enda fannst mér afskaplega líklegt að Sylvíu Nótt yrði meinað að taka þátt í Söngvakeppninni í Aþenu. Það hélt ég að væri vegna þess að hún hefur nafn Guðs í flimtingum í enskri útgáfu af laginu. Sú staðreynd á áreiðanlega eftir að fara fyrir brjósið á sanntrúuðum blóðheitum suðurevrópubúum. Þegar átti að stefna fólki til útvarpsshússins til að mótmæla þessu kom í ljós hvers kyns var. Það dugar víst að láta gabba sig rækilega einu sinni á lífsleiðinni. Við gleymum seint þegar við keyrðum út um allt Seltjarnarnes til að reyna að finna hvalavöðuna sem þar hafði synt á land. Skyldum heldur ekkert í því hvers vegna alls staðar var flaggað í hálfa stöng þennan dag, það hlyti einhver afar merkilegur að vera dáinn ! !
Síðar um daginn kom í ljós að það var fyrsti apríl sem þetta árið bar uppá föstudaginn langa. ÉG verð að bæta við að það eru afskaplega mörg ár síðan þetta var og við höfum ekki látið gabbast jafn kröftuglega síðan. Vinir okkar í Sandgerði, sem upplýstu okkur um staðreyndir málsins, eru aftur á móti örugglega enn að hlægja að okkur.
Comments:
Skrifa ummæli