18. apríl 2006
Mörgum finnst rólegt yfir pólitíkinni og fjöldi fólks hefur beinlínis kvartað yfir rólegheitunum. Þeir hinir sömu virðast sannfærðir um að við frambjóðendur liggjum bara á meltunni og bíðum eftir að atkvæðin detti af himnum ofan. Það er líka erfitt að gera sér í hugarlund þá miklu vinnu sem liggur að baki framboði sem þessu. Allir á listanum hafa haft nóg að gera undanfarið, fundahöld, myndatökur og allskonar uppákomur hafa verið tíðar þó að þær hafi ekki farið hátt. Við höfum ekki enn opnað kosningaskrifstofuna en það fer þó að líða að því, þannig að óþreyjufullir stuðningsmenn geta farið að hlakka til. Opnu húsin á laugardagsmorgnum eru vettvangurinn þessa dagana. Enda sífellt fleiri sem leggja leið sína til okkur í morgunkaffi á laugardögum. Í dag gátu Hvergerðingar séð Gumma "fjórða" flögra yfir Hveragerði með Kalla "áttunda" á þyrlunni. Hef ekki enn heyrt í fjórða manninum eftir ferðina, spurning hvort hann sé rúmfastur :-)
Comments:
Skrifa ummæli