4. apríl 2006
Að lokinni vinnu í dag fór ég á kynningarfund sem haldinn var að beiðni Eðalhúsa og Búmanna en á fundinum fóru þessir aðilar yfir uppbyggingaráform sín á lóðinni þar sem Garðyrkjustöð Óttars Baldurssonar stendur nú. Það er auðvitað þyngra en tárum taki að horfa á eftir þessari garðyrkjustöð í úreldingu. Þetta er ein af bestu stöðvum bæjarins, húsakostur tiltölulega nýr og reksturinn til fyrirmyndar. Þarna munu þónokkur störf tapast en mér telst svo til að þá muni hafa tapast hér á milli 30 og 40 störf úr landbúnaðnum einum á síðustu árum. Mestu munar auðvitað um Ullarþvottastöðina þar sem unnu um 13 manns. En síðan hefur fjöldi garðyrkjustöðva verið lagður niður og nægir þar að nefna, Grein, Rósakot, Álfafell, Hlíðarhaga, Hjá Steindóri Gests, Garðyrkjustöðin hans Björns Sigurðssonar og fleiri mætti telja. Það eru ekki margir orðnir eftir í þessum höfuðatvinnuvegi okkar sem einu sinni var og með nýjasta útspili Landbúnaðarráðherra þar sem öll höft eru afnumin á innflutningi garðplantna munu sjálfsagt fleiri sigla í kjölfarið. Merkilegt hvernig hægt er að réttlæta það að einni atvinnugrein sé fórnað svona gjörsamlega á meðan ekki er hróflað við tollum á öðrum.
En aftur að lóðinni sem talað er um hér í upphafi. Þar kynntu Búmenn hverfi með 50 íbúðum fyrir félagsmenn sína. Á margan hátt spennandi og skemmtilega hannað þó að auðvitað þurfi að laga þarna ákveðin atriði. Það er alltaf gaman að heyra þær pælingar sem búa að baki þegar hönnuðir og arkitektar eru að störfum. Í þessu tilfelli höfðu þeir gróðurhúsin í nágrenninu til hliðsjónar enda má sjá áberandi útlitslegar tengingar á milli gróðurhúsanna og Búmannahverfisins tilvonandi.
Strax að loknum kynningarfundinum fundaði ég með góðum hópi þar sem farið var yfir málefni skólanna í Hveragerði. Þessi fundur var hluti af málefnavinnunni sem núna er í fullum gangi hjá okkur Sjálfstæðismönnum.
Annað kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20 boðum við frambjóðendur D-listans til kaffispjalls í Hverasvæðishúsinu þar sem bæjarbúar geta hitt okkur og komið með ábendingar og tillögur varðandi málefni bæjarins. Þetta er líka góður vettvangur til að koma á framfæri ábendingum um það sem betur má fara bæði í rekstri og framkvæmdum. Við vonumst til að sjá sem flesta enda málefnin áhugaverð. Karlarnir á listanum ætla að skella í nokkrar vöfflur þannig að boðið verður uppá veitingar ! !
En aftur að lóðinni sem talað er um hér í upphafi. Þar kynntu Búmenn hverfi með 50 íbúðum fyrir félagsmenn sína. Á margan hátt spennandi og skemmtilega hannað þó að auðvitað þurfi að laga þarna ákveðin atriði. Það er alltaf gaman að heyra þær pælingar sem búa að baki þegar hönnuðir og arkitektar eru að störfum. Í þessu tilfelli höfðu þeir gróðurhúsin í nágrenninu til hliðsjónar enda má sjá áberandi útlitslegar tengingar á milli gróðurhúsanna og Búmannahverfisins tilvonandi.
Strax að loknum kynningarfundinum fundaði ég með góðum hópi þar sem farið var yfir málefni skólanna í Hveragerði. Þessi fundur var hluti af málefnavinnunni sem núna er í fullum gangi hjá okkur Sjálfstæðismönnum.
Annað kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20 boðum við frambjóðendur D-listans til kaffispjalls í Hverasvæðishúsinu þar sem bæjarbúar geta hitt okkur og komið með ábendingar og tillögur varðandi málefni bæjarins. Þetta er líka góður vettvangur til að koma á framfæri ábendingum um það sem betur má fara bæði í rekstri og framkvæmdum. Við vonumst til að sjá sem flesta enda málefnin áhugaverð. Karlarnir á listanum ætla að skella í nokkrar vöfflur þannig að boðið verður uppá veitingar ! !
Comments:
Skrifa ummæli