21. mars 2006
Nú liggur fyrir hverjir verða í framboði fyrir Sjálfstæðisfélag Hveragerðis til sveitarstjórnarkosninga í vor. Listinn var einróma samþykktur á fjölmennum fundi í félaginu í kvöld.
Listann skipa:
1. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarfulltrúi
2. Eyþór Ólafsson, verkfræðingur
3. Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarfræðingur
4. Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri
5. Birkir Sveinsson, íþróttakennari
6. Ragnhildur Hjartardóttir, hjúkrunarfræðingur
7. Hjörtur Sveinsson, nemi
8. Karl Jóhann Guðmundsson, þyrluflugmaður
9. Elínborg Ólafsdóttir, förðunarfræðingur
10.Helga Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur
11.Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri
12.Elísabet Einarsdóttir, verkamaður
13.Kristín Dagbjartsdóttir, lyfjatæknir
14.Aage Michelsen, fyrrv. verktaki
Á myndina vantar Hjört, Sigurð og Aage.
Að mínu mati hefur uppstillingarnefnd unnið mjög gott starf og listinn er skipaður hæfu og góðu fólki sem hvert um sig styrkir framboðið.
Hjalti Helgason og Pálína Sigurjónsdóttir, núverandi bæjarfulltrúar, gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn og voru þeim þökkuð góð störf á fundinum. Þau ætla sér aftur á móti ekki að hverfa af vettvangi heldur skipa þau sér fremst í sveit öflugs baklands sem styður við starf listans.
Nú hefst mikil en gefandi vinna við að tryggja Sjálfstæðismönnum góða kosningu í vor.
Comments:
Skrifa ummæli