4. janúar 2006
Sala á landi austan Varmár
Mikið að gera í dag við að undirbúa bæjarráðsfund í fyrramálið. Fundarboðið ekki þykkt en málin samt stór. Þar ber hæst samning við Verktakafyrirtækið Eykt um kaup fyrirtækisins á 78,5 ha í eigu Hveragerðisbæjar, austan við Varmá. Bæjarstjóri hefur verið í viðræðum við fyrirtækið nokkuð lengi og meðal annars átt með þeim 11 fundi. Við í minnihlutanum fengum aftur á móti samninginn í hendur seinnipartinn í gær en fundurinn verður í fyrramálið klukkan 8. Þetta er auðvitað alltof stuttur tími til að hægt sé að kynna sér jafn viðamikið mál enda teljum við augljóst að við verðum að leita til sérfróðra aðila og ennfremur verður að kynna málið fyrir bæjarbúum. Til þessa þarf tíma, enda ekki rétt að flana að neinu í jafn viðamiklu máli.
Áhugi Eyktarmanna sýnir það og sannar að mikill áhugi er á Hveragerðisbæ og enginn spurning að hér mun uppbygging verða hröð í framtíðinni. Því er mikilvægt að halda vel á spilunum og tryggja með bestum hætti hag bæjarfélagsins.
Við fyrstu sýn tel ég að bærinn sé ekki að fá nærri því nóg í sinn hlut fyrir landið. Ekki verður um formlegar greiðslur að ræða frá Eykt fyrir þessa rétt tæpu 80 hektara en fyrirtækið mun sjá um gatnagerð og uppbyggingu á svæðinu og byggja 2 deilda leikskóla. Bærinn aftur á móti skuldbindur sig til að byggja grunnskóla fyrir 950 milljónir og fjögurra deilda viðbyggingu við leikskólann. Margir fleiri fletir eru á málinu sem alltof langt mál yrði að telja upp hér og því hvet ég fólk til að kynna sér málið og mæta til dæmis á opna húsið hjá okkur Sjálfstæðismönnum á laugardaginn og taka þar þátt í spjalli um bæjarmálefnin.
Hópur fólks hefur tekið að sér að stýra söfnun fyrir Hjálparsveitina og Skátafélagið Strók hér í Hveragerði og funduðum við í gær. Það er mikið starf framundan við að koma þessum félögum í starfhæft ástand en greinilegt er að allir eru boðnir og búnir að koma til hjálpar. Það er líka mjög mikilvægt að Hjálparsveitin verði sem allra fyrst starfhæf því hún leikur lykilhlutverk hér á svæðinu og starf hennar verður seint nógsamlega þakkað. Ekki má heldur gleyma Skátafélaginu Stróki sem einnig missti húsnæði sitt í brunanum á Gamlársdag, hluti söfnunarfésins mun renna til þeirra til að tryggja áframhaldandi starf félagsins.
Hægt er að leggja Hjálparsveitinni og skátunum lið með því að leggjá inná reikning númer: 314-13-146782 kennitala: 580876-0139.
Mikið að gera í dag við að undirbúa bæjarráðsfund í fyrramálið. Fundarboðið ekki þykkt en málin samt stór. Þar ber hæst samning við Verktakafyrirtækið Eykt um kaup fyrirtækisins á 78,5 ha í eigu Hveragerðisbæjar, austan við Varmá. Bæjarstjóri hefur verið í viðræðum við fyrirtækið nokkuð lengi og meðal annars átt með þeim 11 fundi. Við í minnihlutanum fengum aftur á móti samninginn í hendur seinnipartinn í gær en fundurinn verður í fyrramálið klukkan 8. Þetta er auðvitað alltof stuttur tími til að hægt sé að kynna sér jafn viðamikið mál enda teljum við augljóst að við verðum að leita til sérfróðra aðila og ennfremur verður að kynna málið fyrir bæjarbúum. Til þessa þarf tíma, enda ekki rétt að flana að neinu í jafn viðamiklu máli.
Áhugi Eyktarmanna sýnir það og sannar að mikill áhugi er á Hveragerðisbæ og enginn spurning að hér mun uppbygging verða hröð í framtíðinni. Því er mikilvægt að halda vel á spilunum og tryggja með bestum hætti hag bæjarfélagsins.
Við fyrstu sýn tel ég að bærinn sé ekki að fá nærri því nóg í sinn hlut fyrir landið. Ekki verður um formlegar greiðslur að ræða frá Eykt fyrir þessa rétt tæpu 80 hektara en fyrirtækið mun sjá um gatnagerð og uppbyggingu á svæðinu og byggja 2 deilda leikskóla. Bærinn aftur á móti skuldbindur sig til að byggja grunnskóla fyrir 950 milljónir og fjögurra deilda viðbyggingu við leikskólann. Margir fleiri fletir eru á málinu sem alltof langt mál yrði að telja upp hér og því hvet ég fólk til að kynna sér málið og mæta til dæmis á opna húsið hjá okkur Sjálfstæðismönnum á laugardaginn og taka þar þátt í spjalli um bæjarmálefnin.
Hópur fólks hefur tekið að sér að stýra söfnun fyrir Hjálparsveitina og Skátafélagið Strók hér í Hveragerði og funduðum við í gær. Það er mikið starf framundan við að koma þessum félögum í starfhæft ástand en greinilegt er að allir eru boðnir og búnir að koma til hjálpar. Það er líka mjög mikilvægt að Hjálparsveitin verði sem allra fyrst starfhæf því hún leikur lykilhlutverk hér á svæðinu og starf hennar verður seint nógsamlega þakkað. Ekki má heldur gleyma Skátafélaginu Stróki sem einnig missti húsnæði sitt í brunanum á Gamlársdag, hluti söfnunarfésins mun renna til þeirra til að tryggja áframhaldandi starf félagsins.
Hægt er að leggja Hjálparsveitinni og skátunum lið með því að leggjá inná reikning númer: 314-13-146782 kennitala: 580876-0139.
Comments:
Skrifa ummæli