24. október 2005
Áfram stelpur!
Það var einstök upplifun að taka þátt í kvennafrídeginum í Reykjavík í dag.
Eftir umferðarteppu á Miklubrautinni neyddumst við til að leggja bílunum við Háteigskirkju og ganga þaðan uppá Skólavörðuholtið. Reyndar bara hressandi í blíðunni. Á Skólavörðuholtinu tók á móti okkur haf af konum þrátt fyrir að gangan hefði lagt af stað hálftíma áður.
Mjökuðumst við áfram með straumnum, fet fyrir fet og þótt að hægt gengi enduðum við á Ingólfstorgi þannig að við rétt náðum að berja nokkur atriði augum. Stemmningin var yndisleg í þvögunni, allir svo kurteisir og í svo góðu skapi að einhvern veginn kom örtröðin ekki að sök.
Verð þó að segja að allir voru sammála um að sú ákvörðun að hafa dagskrána á Ingólfstorgi væri óskiljanleg. Alltof lítið pláss, alltof lítið svið og hræðilegt hljóðkerfi.
Heyrði í dagskrárstjóranum í fréttum núna í kvöld og verð að segja að heldur voru þær aumlegar ástæðurnar sem gefnar voru fyrir þessu. Við konur kunnum að klæða af okkur kuldann sem hugsanlega hefði verið á Arnarhóli og það að þurft hefði stærra svið og hljóðkerfi var nauðsyn, ekki galli! !
En mikið óskaplega vorum við stoltar íslenska kvenþjóðin í dag. Ef við náum svona samstöðu spáum þá í hverju við getum áorkað ef við höfum viljann að vopni og stöndum saman um baráttumál okkar í framtíðinni.
Það var einstök upplifun að taka þátt í kvennafrídeginum í Reykjavík í dag.
Eftir umferðarteppu á Miklubrautinni neyddumst við til að leggja bílunum við Háteigskirkju og ganga þaðan uppá Skólavörðuholtið. Reyndar bara hressandi í blíðunni. Á Skólavörðuholtinu tók á móti okkur haf af konum þrátt fyrir að gangan hefði lagt af stað hálftíma áður.
Mjökuðumst við áfram með straumnum, fet fyrir fet og þótt að hægt gengi enduðum við á Ingólfstorgi þannig að við rétt náðum að berja nokkur atriði augum. Stemmningin var yndisleg í þvögunni, allir svo kurteisir og í svo góðu skapi að einhvern veginn kom örtröðin ekki að sök.
Verð þó að segja að allir voru sammála um að sú ákvörðun að hafa dagskrána á Ingólfstorgi væri óskiljanleg. Alltof lítið pláss, alltof lítið svið og hræðilegt hljóðkerfi.
Heyrði í dagskrárstjóranum í fréttum núna í kvöld og verð að segja að heldur voru þær aumlegar ástæðurnar sem gefnar voru fyrir þessu. Við konur kunnum að klæða af okkur kuldann sem hugsanlega hefði verið á Arnarhóli og það að þurft hefði stærra svið og hljóðkerfi var nauðsyn, ekki galli! !
En mikið óskaplega vorum við stoltar íslenska kvenþjóðin í dag. Ef við náum svona samstöðu spáum þá í hverju við getum áorkað ef við höfum viljann að vopni og stöndum saman um baráttumál okkar í framtíðinni.
Comments:
Skrifa ummæli