26. október 2005
Af bloggi og Istanbul
Var skömmuð í gær fyrir að blogga sjaldan. Það var vegna þess að einhverjir dagar hafa verið að falla út að undanförnu en ég verð nú að segja að það yljaði að bloggsins væri saknað ef eitthvað nýtt kemur ekki á hverjum degi.
Vandinn er að atburðir daganna eru mismerkilegir og ekki víst að það þyki sérlega fréttnæmt þó tekið hafi verið til í garðinum eða skúrað yfir eldhúsgólfið! !
Framundan er ferð til Istanbul í næstu viku og því er nóg að gera í vinnunni við að koma frá sér verkefnum og ganga frá áður en lagt er í hann. Erum búin að viða að okkur bókum um borgina, panta skoðunarferðir og fleira. Erum síðan svo heppin að fara með Svövu sem komið hefur áður á þessar slóðir og ætlar hún að lóðsa okkur um þá staði sem vert er að skoða. Ætlum líka að hoppa yfir í Asíu hluta borgarinnar en það verður í fyrsta skipti sem sú heimsálfa er heimsótt.
Annars hef ég fengið heilmikil viðbrögð frá bæjarbúum vegna tillagnanna sem við fluttum í bæjarstjórn í síðustu viku. Fólki þykir skjóta heldur skökku við að meirihlutinn skuli hafna tilllögunni um stuðning við ófaglærða starfsmenn leikskólanna sem eru að sækja sér réttindi. Það kom okkur líka á óvart að ekki skyldi tekið undir tillögu okkar en sýnir best hverjar áherslur meirihlutans eru.
Það vakti síðan sérstaka athygli mína hvernig bæjarstjóri velur að segja frá fundinum í fréttapunktum á heimasíðu bæjarins. Þegar við í minnihlutanum greiðum atkvæði geng tillögum eða sitjum hjá þá erum við nafngreind í fréttapunktunum en þegar Herdís Þórðardóttir situr hjá vegna kvennafrídagsins þá er hún ekki nafngreind heldur látið nægja að segja: "tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum."
Ætli bæjarstjóranum hafi þótt afstaða formannsins svo hallærisleg að hann vildi ekki láta það sjást á prenti ?
Var skömmuð í gær fyrir að blogga sjaldan. Það var vegna þess að einhverjir dagar hafa verið að falla út að undanförnu en ég verð nú að segja að það yljaði að bloggsins væri saknað ef eitthvað nýtt kemur ekki á hverjum degi.
Vandinn er að atburðir daganna eru mismerkilegir og ekki víst að það þyki sérlega fréttnæmt þó tekið hafi verið til í garðinum eða skúrað yfir eldhúsgólfið! !
Framundan er ferð til Istanbul í næstu viku og því er nóg að gera í vinnunni við að koma frá sér verkefnum og ganga frá áður en lagt er í hann. Erum búin að viða að okkur bókum um borgina, panta skoðunarferðir og fleira. Erum síðan svo heppin að fara með Svövu sem komið hefur áður á þessar slóðir og ætlar hún að lóðsa okkur um þá staði sem vert er að skoða. Ætlum líka að hoppa yfir í Asíu hluta borgarinnar en það verður í fyrsta skipti sem sú heimsálfa er heimsótt.
Annars hef ég fengið heilmikil viðbrögð frá bæjarbúum vegna tillagnanna sem við fluttum í bæjarstjórn í síðustu viku. Fólki þykir skjóta heldur skökku við að meirihlutinn skuli hafna tilllögunni um stuðning við ófaglærða starfsmenn leikskólanna sem eru að sækja sér réttindi. Það kom okkur líka á óvart að ekki skyldi tekið undir tillögu okkar en sýnir best hverjar áherslur meirihlutans eru.
Það vakti síðan sérstaka athygli mína hvernig bæjarstjóri velur að segja frá fundinum í fréttapunktum á heimasíðu bæjarins. Þegar við í minnihlutanum greiðum atkvæði geng tillögum eða sitjum hjá þá erum við nafngreind í fréttapunktunum en þegar Herdís Þórðardóttir situr hjá vegna kvennafrídagsins þá er hún ekki nafngreind heldur látið nægja að segja: "tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum."
Ætli bæjarstjóranum hafi þótt afstaða formannsins svo hallærisleg að hann vildi ekki láta það sjást á prenti ?
Comments:
Skrifa ummæli