26. apríl 2005
Interpack í Düsseldorf
Á fimmtudegi fór íslenski hópurinn heim en ég hélt áfram og nú til Düsseldorf.
Tók ég lestina á milli en hafði áður fundið allar hugsanlegar lestarsamgöngur á milli þessara staða á netinu. Mæli með heimasíðu þýsku járnbrautanna ef einhver skyldi vera að skipuleggja ferðalag um Þýskaland og nágrenni.
Í Düsseldorf tók Ute vinkona mín á móti mér, en hún og fjölskylda hennar voru svo vingjarnleg að lána mér húsið sitt á meðan ég var í Düsseldorf en þau fóru í ferðalag þessa helgi. Það var frábært að hitta hana aftur, við höfum verið vinkonur í tvo tugi ára, en við kynntumst á Inter Rail á sínum tíma.
Í Düsseldorf sótti ég sýninguna Interpack 2005 sem er stærsta umbúðasýning heims, haldin á 3 ára fresti. Eyddi ég næstu dögum í það að ræða við framleiðendur, hitta birgja og fá nýjar hugmyndir. Þetta er ofboðsleg sýning í 14 höllum sem hver um sig er ekkert smáræði. Ákvað ég strax að takmarka svæðið með því að skoða einungis umbúðir en framleiðendur þeirra voru í 4 höllum. Dugðu þessir tveir dagar nokkurn veginn til þess. Þetta er mjög gagnleg sýning og efast ég ekki um að eitthvað á eftir að koma út úr heimsókninni.
Næst er skynsamlegt að fara fleiri, skipta liði og skoða einnig vélar og tæki sem voru þarna í yfirgengilegu magni.
Þetta er líf mitt í hnotskurn, einn daginn sinnir maður pólitíkinni þann næsta á Kjörís hug manns allan.
Á sunnudeginum fór ég eldsnemma með lestinni frá Düsseldorf til Amsterdam og flaug þaðan heim seinnipartinn.
Á fimmtudegi fór íslenski hópurinn heim en ég hélt áfram og nú til Düsseldorf.
Tók ég lestina á milli en hafði áður fundið allar hugsanlegar lestarsamgöngur á milli þessara staða á netinu. Mæli með heimasíðu þýsku járnbrautanna ef einhver skyldi vera að skipuleggja ferðalag um Þýskaland og nágrenni.
Í Düsseldorf tók Ute vinkona mín á móti mér, en hún og fjölskylda hennar voru svo vingjarnleg að lána mér húsið sitt á meðan ég var í Düsseldorf en þau fóru í ferðalag þessa helgi. Það var frábært að hitta hana aftur, við höfum verið vinkonur í tvo tugi ára, en við kynntumst á Inter Rail á sínum tíma.
Í Düsseldorf sótti ég sýninguna Interpack 2005 sem er stærsta umbúðasýning heims, haldin á 3 ára fresti. Eyddi ég næstu dögum í það að ræða við framleiðendur, hitta birgja og fá nýjar hugmyndir. Þetta er ofboðsleg sýning í 14 höllum sem hver um sig er ekkert smáræði. Ákvað ég strax að takmarka svæðið með því að skoða einungis umbúðir en framleiðendur þeirra voru í 4 höllum. Dugðu þessir tveir dagar nokkurn veginn til þess. Þetta er mjög gagnleg sýning og efast ég ekki um að eitthvað á eftir að koma út úr heimsókninni.
Næst er skynsamlegt að fara fleiri, skipta liði og skoða einnig vélar og tæki sem voru þarna í yfirgengilegu magni.
Þetta er líf mitt í hnotskurn, einn daginn sinnir maður pólitíkinni þann næsta á Kjörís hug manns allan.
Á sunnudeginum fór ég eldsnemma með lestinni frá Düsseldorf til Amsterdam og flaug þaðan heim seinnipartinn.
Comments:
Skrifa ummæli