29. apríl 2005
Heilbrigðismál, Stílistinn og "Ungir Sjálfstæðismenn"
Tók þátt í pallborðsumræðum á málþingi um heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi í dag. Því miður átti ég þess ekki kost að sitja allt málþingið vegna anna í vinnunni en náði þó að hlýða á nokkra fyrirlestra um þjónustu við aldraða. Voru þeir afar fróðlegir en meðal annars fór Helga Þorbergsdóttir yfir stofnanaþjónustu á Suðurlandi utan Árborgar. Hafsteinn Þorvaldsson fjallaði um málefnið frá sjónarhóli eldri borgara og Anna María Snorradóttir fór yfir þörfina fyrir hjúkrunarrými í Árborg. Það er sorglegt að sjá hve langt er í land með að anna þörfinni fyrir hjúkrunarrými í Árborg og að mínu mati er nokkuð ljóst að Ljósheimum verður ekki lokað á meðan þetta ástand varir þrátt fyrir nýja viðbyggingu við sjúkrahúsið.
Hér í Hveragerði búum við svo vel að hafa Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi, þar eru 26 hjúkrunarrými, 70 dvalarrými og 60 dagvistunarrými sem nýtt eru af Geðdeild Landsspítala. Nýja hjúkrunarheimilið gjörbreytti allri aðstöðu eldri borgara hér í bæ, en nú þarf að taka höndum saman um að koma viðbyggingu þar af stað því langur biðlisti er eftir plássi á hjúkrunarheimilinu.
------------------------------------
Strax eftir málþingið fór ég á opnun verslunarinnar Stílistans í Verslunarmiðstöðinni við Sunnumörk. Birna Björnsdóttir og Stefán Gunnarsson hafa opnað glæsilega tískuvöruverslun og var greinilegt að fólk kunni vel að meta þetta framtak hjónanna enda langt síðan verið hefur fataverslun í Hveragerði. Var boðið uppá skemmtilega tískusýningu þar sem heimamenn og konur fóru á kostum við sýningarstörfin.
-----------------------------------
Í kvöld hittust ungir Sjálfstæðismenná óformlegum spjallfundi. Mætingin var góð og mikill hugur í fólki. Ákveðið var að nota sumarið vel og undirbúa aðalfund í félaginu í haust og þarmeð að endurvekja félag ungra Sjálfstæðismanna í Hveragerði.
Á fundinn mættu góðir gestir frá Reykjanesbæ þeir Georg Brynjarsson og Viktor Kjartansson, sögðu þeir frá nýrri vefsíðu Sjálfstæðismanna þar í bæ og starfinu sem "Ungir" standa fyrir. Bjarni Einarsson formaður Hersis mætti einnig á fundinn semog Unnur Brá Konráðsdóttir sem stýrði umræðum af sinni alkunnu snilld.
Tók þátt í pallborðsumræðum á málþingi um heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi í dag. Því miður átti ég þess ekki kost að sitja allt málþingið vegna anna í vinnunni en náði þó að hlýða á nokkra fyrirlestra um þjónustu við aldraða. Voru þeir afar fróðlegir en meðal annars fór Helga Þorbergsdóttir yfir stofnanaþjónustu á Suðurlandi utan Árborgar. Hafsteinn Þorvaldsson fjallaði um málefnið frá sjónarhóli eldri borgara og Anna María Snorradóttir fór yfir þörfina fyrir hjúkrunarrými í Árborg. Það er sorglegt að sjá hve langt er í land með að anna þörfinni fyrir hjúkrunarrými í Árborg og að mínu mati er nokkuð ljóst að Ljósheimum verður ekki lokað á meðan þetta ástand varir þrátt fyrir nýja viðbyggingu við sjúkrahúsið.
Hér í Hveragerði búum við svo vel að hafa Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi, þar eru 26 hjúkrunarrými, 70 dvalarrými og 60 dagvistunarrými sem nýtt eru af Geðdeild Landsspítala. Nýja hjúkrunarheimilið gjörbreytti allri aðstöðu eldri borgara hér í bæ, en nú þarf að taka höndum saman um að koma viðbyggingu þar af stað því langur biðlisti er eftir plássi á hjúkrunarheimilinu.
------------------------------------
Strax eftir málþingið fór ég á opnun verslunarinnar Stílistans í Verslunarmiðstöðinni við Sunnumörk. Birna Björnsdóttir og Stefán Gunnarsson hafa opnað glæsilega tískuvöruverslun og var greinilegt að fólk kunni vel að meta þetta framtak hjónanna enda langt síðan verið hefur fataverslun í Hveragerði. Var boðið uppá skemmtilega tískusýningu þar sem heimamenn og konur fóru á kostum við sýningarstörfin.
-----------------------------------
Í kvöld hittust ungir Sjálfstæðismenná óformlegum spjallfundi. Mætingin var góð og mikill hugur í fólki. Ákveðið var að nota sumarið vel og undirbúa aðalfund í félaginu í haust og þarmeð að endurvekja félag ungra Sjálfstæðismanna í Hveragerði.
Á fundinn mættu góðir gestir frá Reykjanesbæ þeir Georg Brynjarsson og Viktor Kjartansson, sögðu þeir frá nýrri vefsíðu Sjálfstæðismanna þar í bæ og starfinu sem "Ungir" standa fyrir. Bjarni Einarsson formaður Hersis mætti einnig á fundinn semog Unnur Brá Konráðsdóttir sem stýrði umræðum af sinni alkunnu snilld.
Comments:
Skrifa ummæli