13. desember 2004
Edith Piaf í Þjóðleikhúsinu !
Vorum að koma af frábærri sýningu Þjóðleikhússins á Edith Piaf. Það er ekki skrýtið þó að Brynhildur Guðjónsdóttir sé ausin lofi fyrir frammistöðu sína í þessari sýningu. Hún verður að Edit Piaf ! ! ! Ekki flóknara en það. Það er ekki oft sem ég hef upplifað það að sýningagestir í Þjóðleikhúsinu láti í ljós ánægju sína með stappi og hrópi þegar sýningu lýkur og endi svo á standandi lófataki. Heyrði líka út undan mér að sumir voru að sjá sýninguna í annað og jafnvel í þriðja sinn.
Væri svo sem alveg til í það líka.
Þegar við komum heim gróf ég upp gamla vinyl plötu með original Piaf og það var frábært að heyra franska Spörfuglinn syngja með tilheyrandi braki og brestum eins og fylgir gömlu plötunum. Ekki inní myndinni að ég láti gamla plötuspilarann. Hann er með sál og þessar gömlu plötur líka.
---------------------------
Nú erum við búin að sjá þrjá söngleiki á stuttum tíma. Edith Piaf í kvöld, Vesalingana "Les miserables" í London um daginn og Chicago í Borgarleikhúsinu í byrjun nóvember. Hver með sínu sniði og allir skemmtilegir. Það er auðvitað upplifun sem maður á ekki að missa af að sjá söngleik í London. Umgjörðin er svo stórfengleg og sýningarnar svo fjölmennar og miklar. Verð nú samt að segja að Valjean var mun glæsilegri í meðförum Jóhanns Sigurðarssonar hér um árið heldur en leikarans sem fór með hlutverkið í London.
Vorum að koma af frábærri sýningu Þjóðleikhússins á Edith Piaf. Það er ekki skrýtið þó að Brynhildur Guðjónsdóttir sé ausin lofi fyrir frammistöðu sína í þessari sýningu. Hún verður að Edit Piaf ! ! ! Ekki flóknara en það. Það er ekki oft sem ég hef upplifað það að sýningagestir í Þjóðleikhúsinu láti í ljós ánægju sína með stappi og hrópi þegar sýningu lýkur og endi svo á standandi lófataki. Heyrði líka út undan mér að sumir voru að sjá sýninguna í annað og jafnvel í þriðja sinn.
Væri svo sem alveg til í það líka.
Þegar við komum heim gróf ég upp gamla vinyl plötu með original Piaf og það var frábært að heyra franska Spörfuglinn syngja með tilheyrandi braki og brestum eins og fylgir gömlu plötunum. Ekki inní myndinni að ég láti gamla plötuspilarann. Hann er með sál og þessar gömlu plötur líka.
---------------------------
Nú erum við búin að sjá þrjá söngleiki á stuttum tíma. Edith Piaf í kvöld, Vesalingana "Les miserables" í London um daginn og Chicago í Borgarleikhúsinu í byrjun nóvember. Hver með sínu sniði og allir skemmtilegir. Það er auðvitað upplifun sem maður á ekki að missa af að sjá söngleik í London. Umgjörðin er svo stórfengleg og sýningarnar svo fjölmennar og miklar. Verð nú samt að segja að Valjean var mun glæsilegri í meðförum Jóhanns Sigurðarssonar hér um árið heldur en leikarans sem fór með hlutverkið í London.
Comments:
Skrifa ummæli