27. nóvember 2004
Heima er best það er engin spurning...
Alltof mikið af fólki í útlöndum! Í Düsseldorf var að byrja risa lyfjasýning kvöldið sem við fórum og bærinn vægast sagt fullur af fólki.
Jólamarkaðurinn í miðbænum dró líka til sín mannmergð enda skemmtilegur með öllu sínu "Glühwein" og þýskri matarmenningu eins og hún gerist best.
Verð reyndar í leiðinni að mæla með því að landinn skelli sér til Hafnarfjarðar og heimsæki okkar eina sanna jólamarkað sem þar er. Fór þangað í fyrra með stórfjölskyldunni og áttum við alveg stórskemmtilegan dag.
En myndin er nú samt frá Düsseldorf ! !
---------------------
Flugum með Ryanair frá Düssledorf til Stansted og það var nú ævintýri útaf fyrir sig. Vorum eðlilega með mikinn farangur og komumst að því í innrituninni að það mátti bara vera með 15 kg töskur. Þurftum þar að borga 90 EUR í yfirvigt og ekki hægt að hagga afgreiðslustelpunni með það. Vel að merkja miðinn kostaði svo til ekki neitt (örfáar evrur) þannig að þarna græddi flugfélagið ágætlega, keyptum okkur te og kaffi um borð og borguðum nær því meira fyrir það en miðann!!! Á leiðinni út misstu svo Valdi og Sigrún af fluginu með þessu "frábæra" félagi því það er hætt að tékka inn 40 mínútum fyrir brottför og þá þýðir ekki að mæta 5 mínútum seinna og bera því við að Expressinu hafi seinkað, þetta þýddi 80 punda breytinga gjald á miðanum til að komast með næstu vél.
Eftir þessa reynslu mæli ég með Air Berlin. Ég flaug með þeim frá London til Düsseldorf og það var allt önnur og betri þjónusta. Matur um borð og allir drykkir fríir, blöð og tímarit eins og hver vildi og lent á Düsseldorf flugvelli en ekki lengst úti í óbyggðum eins og Ryanair gerir. Borgaði 25 GBP fyrir miðann þarna á milli og sparaði meira en mismuninn á leigubílnum ! ! !
Alltof mikið af fólki í útlöndum! Í Düsseldorf var að byrja risa lyfjasýning kvöldið sem við fórum og bærinn vægast sagt fullur af fólki.
Jólamarkaðurinn í miðbænum dró líka til sín mannmergð enda skemmtilegur með öllu sínu "Glühwein" og þýskri matarmenningu eins og hún gerist best.
Verð reyndar í leiðinni að mæla með því að landinn skelli sér til Hafnarfjarðar og heimsæki okkar eina sanna jólamarkað sem þar er. Fór þangað í fyrra með stórfjölskyldunni og áttum við alveg stórskemmtilegan dag.
En myndin er nú samt frá Düsseldorf ! !
---------------------
Flugum með Ryanair frá Düssledorf til Stansted og það var nú ævintýri útaf fyrir sig. Vorum eðlilega með mikinn farangur og komumst að því í innrituninni að það mátti bara vera með 15 kg töskur. Þurftum þar að borga 90 EUR í yfirvigt og ekki hægt að hagga afgreiðslustelpunni með það. Vel að merkja miðinn kostaði svo til ekki neitt (örfáar evrur) þannig að þarna græddi flugfélagið ágætlega, keyptum okkur te og kaffi um borð og borguðum nær því meira fyrir það en miðann!!! Á leiðinni út misstu svo Valdi og Sigrún af fluginu með þessu "frábæra" félagi því það er hætt að tékka inn 40 mínútum fyrir brottför og þá þýðir ekki að mæta 5 mínútum seinna og bera því við að Expressinu hafi seinkað, þetta þýddi 80 punda breytinga gjald á miðanum til að komast með næstu vél.
Eftir þessa reynslu mæli ég með Air Berlin. Ég flaug með þeim frá London til Düsseldorf og það var allt önnur og betri þjónusta. Matur um borð og allir drykkir fríir, blöð og tímarit eins og hver vildi og lent á Düsseldorf flugvelli en ekki lengst úti í óbyggðum eins og Ryanair gerir. Borgaði 25 GBP fyrir miðann þarna á milli og sparaði meira en mismuninn á leigubílnum ! ! !
Comments:
Skrifa ummæli