19. september 2004
Við ströndina
Fórum um daginn í sunnudagsbíltúr að gömlum sið.
Byrjuðum á því að skoða nýja gervigrasvöllinnn í Þorlákshöfn og verð ég að viðurkenna að mikið skrambi er hann nú flottur, risastór og glæsilegur. Kíktum líka á hafnarframkvæmdirnar sem eru miklu meiri en maður gat látið sér detta til hugar. Það er gangur í hlutunum þarna niður frá.
Rúlluðum síðan til Eyrarbakka þar sem við skoðuðum Byggðasafn Árnesinga og sjóminjasafnið. Alltaf gaman að rölta um Húsið og skoða sýningarnar sem eru fjölbreyttar og skemmtilega upp settar. Ekki síður þótti mér gaman að því að sjá Farsæl í sjóminjasafninu enda alltaf gaman að segja börnunum frá afa mínum sem var síðasti formaður Íslands á opnum árabáti. Hefur ekki verið auðvelt og nær því óskiljanlegt þegar maður sér hvað bátarnir voru smáir á þessu stóra úthafi.
Á lóð safnsins er Eggjaskúrinn margumræddi að rísa og skildist okkur á safnvörðunum að ætlunin væri að vígja hann í október.
Máttum síðan ekki vera að því að skoða veiðihúsið á Stokkseyri en þangað er frábært að fara með krakka. Hvar á Íslandi sér maður svo sem uppstoppaðann gíraffa?
Eigum það inni síðar.
Fórum um daginn í sunnudagsbíltúr að gömlum sið.
Byrjuðum á því að skoða nýja gervigrasvöllinnn í Þorlákshöfn og verð ég að viðurkenna að mikið skrambi er hann nú flottur, risastór og glæsilegur. Kíktum líka á hafnarframkvæmdirnar sem eru miklu meiri en maður gat látið sér detta til hugar. Það er gangur í hlutunum þarna niður frá.
Rúlluðum síðan til Eyrarbakka þar sem við skoðuðum Byggðasafn Árnesinga og sjóminjasafnið. Alltaf gaman að rölta um Húsið og skoða sýningarnar sem eru fjölbreyttar og skemmtilega upp settar. Ekki síður þótti mér gaman að því að sjá Farsæl í sjóminjasafninu enda alltaf gaman að segja börnunum frá afa mínum sem var síðasti formaður Íslands á opnum árabáti. Hefur ekki verið auðvelt og nær því óskiljanlegt þegar maður sér hvað bátarnir voru smáir á þessu stóra úthafi.
Á lóð safnsins er Eggjaskúrinn margumræddi að rísa og skildist okkur á safnvörðunum að ætlunin væri að vígja hann í október.
Máttum síðan ekki vera að því að skoða veiðihúsið á Stokkseyri en þangað er frábært að fara með krakka. Hvar á Íslandi sér maður svo sem uppstoppaðann gíraffa?
Eigum það inni síðar.
Comments:
Skrifa ummæli