11. júní 2004
130 milljónir í yfirdrátt
Nú liggur fyrir sundurliðað yfirlit skammtímaskulda bæjarsjóðs eins og við báðum um en fengum ekki á síðasta bæjarstjórnarfundi. Því var afgreiðslu ársreiknings frestað um hálfan mánuð. Í yfirlitinu sést að bærinn er með 130 milljónir í yfirdrátt á 8 bankareikningum hjá hinum fjölbreytilegustu fjármálastofnunum. Heildarskammtímaskuldir bæjarins um áramót voru 353 milljónir og er ömurlegt að sjá bæinn enn og aftur draga greiðslur í sameiginleg fyrirtæki sveitarfélaga á svæðinu svo sem til Tónlistarskólans, héraðsnefndar Árnesinga og til Sorpstöðvar Suðurlands. Það er ekki skemmtilegt að sjá það nú annað árið í röð að Hvergerðingar eru skuldseigastir sveitarfélaga á Suðurlandi í þessum efnum.
Nú liggur fyrir sundurliðað yfirlit skammtímaskulda bæjarsjóðs eins og við báðum um en fengum ekki á síðasta bæjarstjórnarfundi. Því var afgreiðslu ársreiknings frestað um hálfan mánuð. Í yfirlitinu sést að bærinn er með 130 milljónir í yfirdrátt á 8 bankareikningum hjá hinum fjölbreytilegustu fjármálastofnunum. Heildarskammtímaskuldir bæjarins um áramót voru 353 milljónir og er ömurlegt að sjá bæinn enn og aftur draga greiðslur í sameiginleg fyrirtæki sveitarfélaga á svæðinu svo sem til Tónlistarskólans, héraðsnefndar Árnesinga og til Sorpstöðvar Suðurlands. Það er ekki skemmtilegt að sjá það nú annað árið í röð að Hvergerðingar eru skuldseigastir sveitarfélaga á Suðurlandi í þessum efnum.
Comments:
Skrifa ummæli