27. janúar 2004
Við búum í lýðræðisþjóðfélagi og hvað felur það í sér. Jú, einhverjir og væntanlega líka þú og ég, verðum að taka þátt í mótun þess og viðgangi. Það gengur ekki ef enginn vill taka þátt í félagsmálum og stjórnmálum. Okkur ber skylda til að vera virk í samfélaginu og taka þátt þar sem við getum gert gagn. Hvort sem það er í foreldrafélaginu, íþróttafélaginu, Lions eða í hefðbundnu stjórnmálastarfi þá eigum við að vera með og gefa örlítið af tíma okkar í þetta starf. Það er alltof algengt að sama fólkið og hvergi nennir að vera sitji síðan og gagnrýni störf hinna í tíma og ótíma. Það er náttúrulega óþolandi. Ef maður hefur miklar skoðanir á hlutunum þá á maður að finna þeim skoðunum farveg og vera með í starfinu. Öðru vísi er ekki hægt að hafa áhrif ;-)
Er að undirbúa sölu æfingagalla hjá Sunddeild Selfoss. Vonandi að það verði betri undirtektir þar heldur en í handklæðasölu deildarinnar. Skrýtið að það skyldu seljast svipað mörg handklæði merkt ungmennafélagi Selfoss og seldust hér í Hveragerði. Fjölmargir vildu líka sleppa Ungmennafélagsmerkinu og fá bara nafn á handklæðið. Hvað er málið í þrisvar sinnum stærra bæjarfélagi? Hvar er ungmennafélagsandinn og samheldnin Selfossbúar ??? Auðvitað kaupir maður sér handklæði með merki Ungmennafélagsins, fer síðan í sund og veit að allir geta séð að maður er Selfyssingur.
Og er stoltur af því ! ! !
.
Er að undirbúa sölu æfingagalla hjá Sunddeild Selfoss. Vonandi að það verði betri undirtektir þar heldur en í handklæðasölu deildarinnar. Skrýtið að það skyldu seljast svipað mörg handklæði merkt ungmennafélagi Selfoss og seldust hér í Hveragerði. Fjölmargir vildu líka sleppa Ungmennafélagsmerkinu og fá bara nafn á handklæðið. Hvað er málið í þrisvar sinnum stærra bæjarfélagi? Hvar er ungmennafélagsandinn og samheldnin Selfossbúar ??? Auðvitað kaupir maður sér handklæði með merki Ungmennafélagsins, fer síðan í sund og veit að allir geta séð að maður er Selfyssingur.
Og er stoltur af því ! ! !
.
Comments:
Skrifa ummæli