28. janúar 2004
Sendi slóðina á bloggið mitt á útvaldar vinkonur í dag og fékk ágætis viðbrögð til baka. Segja reyndar að ég eigi að vera beittari og leiðinlegri svona í áttina að Magnúsi Þór Hafsteinssyni þingmanni. En þar sem ég er nú einu sinni virðuleg húsmóðir á miðjum aldri þá getur maður nú ekki leyft sér hvað sem er.... svo bloggið mitt verður siðprútt áfram. Fékk annars mynd til baka frá Gunnu vinkonu á Grund. Hún kann enga brandara svo hún sendi mér þessa líka frábæru mynd úr stuðpartýi hjá þeim systrum. Myndin er hér. Nú þarf ég bara að finna út hvernig í skrambanum ég kem myndum inná bloggið. :-) Það hlýtur að vera hægt.....
Comments:
Skrifa ummæli