25. janúar 2004
Jæja, fröken fix! Þetta gengur ágætlega eins og sjá má. Nú eru komnir inn tenglar hér til hliðar á uppáhaldssíðurnar. Getur verið nauðsynlegt. Annars er ótrúlegt hversu tækninni fleygir fram, það er ekki svo ýkja langt síðan að ég lærði kerfisfræði í Danmörku í árum talið !!! En það virkar sem heil eilífð ef tækniframfarirnar eru skoðaðar. Þá var windows umhverfið rétt að byrja, word perfect þótti toppurinn á tilverunni og floppy diskarnir voru alls ráðandi. E-mail var ekki til og internetið óþekkt fyrirbrigði. Nú situr ótrúlegur fjöldi fólks fyrir framan tölvuna sína á hverju kvöldi og setur hugsanir sínar út á öldur örbylgjunnar, ótrúlegt.
Comments:
Skrifa ummæli