<$BlogRSDUrl$>

19. apríl 2021


 Er hugsi yfir því hvernig maður á að koma skilaboðum sem til flestra með sem bestum hætti.  Einu sinni skrifaði ég daglega á þessa síðu.  Fékk þannig útrás fyrir þörfina til að skrifa og segja sögur.  Mér finnst það nefnilega skemmtilegt. En þessi síðustu ár hafa verið harla ólík flestum þeim sem á undan komu. 


Ansi miklar annir vegna vinnu á mörgum vígstöðvum og síðan brast á með Covid.  En þessi skrif hér í dag eru tilraun inn á þessari síðu þar sem ég er að reyna að breyta útliti og endurbæta síðuna en tekst frekar illa upp.  Held áfram að reyna. 


28. nóvember 2018

Hér heima vinnum við með Vegagerðinni að því að koma framkvæmdum við nýjan Suðurlandsveg í réttan farveg.  Búið er að bjóða út fyrsta áfanga en Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í verkið 1.360.000.000,-.  Er þetta stærsta útboð Vegagerðarinnar á þessu ári.  Verktakinn hefur hug á að byrja strax og því þarf nú að láta hendur standa fram úr ermum.  Hliðarvegurinn fer í gegnum Sólborgarsvæðið og ný brú kemur á Varmá fyrir þann veg sem hittir síðan Sunnumörkina fyrir framan Dalsbrún.  Þetta verður gríðarlega mikil framkvæmd og gjörbylting á samgöngum hér í Ölfusinu.
Við munum funda með fulltrúum Vegagerðarinnar aftur í næstu viku til að ræða hönnun brúarinnar en þar verður að taka tillit til þess að í framtíðinni mun hún þjóna sem innanbæjarvegur milli hverfa í Hveragerði.

Hitti Sigurð Inga ráðherra á samráðsfundi fulltrúa Sambandsins og ráðuneytisins í dag.  Góður fundur þar sem farið var yfir ýmis mál svo sem almenningssamgöngur, fráveitumál, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fleira. 

Hitti formann og varaformann Skólastjórafélagsins í dag þar sem rætt var um kjaramál félagsmanna þeirra.  Við áttum góðar viðræður um stöðuna og munum halda áfram á vinna á þeim grunni í framhaldinu.  Síðdegis var FabLab opnað við Fjölbrautaskóla Suðurlands.  Mjög vel búið nýsköpunarverkstæði þar sem bæði grunnskólanemendur og nemendur FSu auk almennings hafa aðgang að góðum tæknibúnaði til að læra grunnatriði skapandi hugsunar og framkvæmda.

Vinna fram eftir kvöldi.  Það fer nú að verða daglegt brauð enda i mörg horn að líta núna.27. nóvember 2018

Nú funda ég stíft með ráðherrum þessa dagana.  Viðræðuhópur forsætisráðherra með aðilum vinnumarkaðarins hefur hittist á föstudaginn var og í kjölfarið á þeim fundi skipaði Katrín starfshóp sem leita á lausna á húsnæðisvandanum.   Brýnt verkefni enda á hópurinn að skila af sér í janúar.

Í dag hitti ég ásamt starfsmönnum Sambandsins Ásmund Einar Daðason en við stefnum á reglulega fundi.  Reyndar höfum við hist afar oft að undanförnu og ávallt haft um nóg að ræða enda er ráðuneyti hans yfir fjölmörgum málaflokkum sem snúa að sveitarfélögunum.  Með breytingum sem verða síðan fljótlega fjölgar þeim málaflokkum enn frekar þegar byggingamál flytjast til félagsmálaráðherra úr Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu. Við sveitarstjórnarmenn erum ekki of ánægð með þá breytingu enda er þá búið að aðskilja skipulags og mannvirkjamál sem ekki er mjög hagkvæmt.  Brunamál til dæmis flytjast núna yfir til Félagsmálaráðherra en þar hefur ný reglugerð um starfsemi brunaliða vakið fjölda spurninga og þá sérstaklega varðandi stóraukinn kostnað sem þar virðist vera yfirvofandi.

Á morgun stefnum við að fundi með Sigurði Inga, Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra og þar er listinn yfir umræðuefni nær því óendanlegur.

22. nóvember 2018

Dagurinn í dag fór að mestu í að skrifa greinargerð með fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar.  Það gerum við Helga, skrifstofustjóri, árlega og höfum gaman af. Við erum orðnar ansi sjóaðar í þessari vinnu allri og vanar að vinna saman að þessum verkefnum.  Það er gott að stýra Hveragerðisbæ enda erum við hér svo lánsöm að hafa frábæra starfsmenn og jákvæða íbúa, svona að mestu leyti :-)
En ef að þið mynduð spyrja Helgu þá myndi hún segja að dagurinn hefði verið ansi tættur og bæjarstjórinn í símanum, í viðtölum eða að svara tölvupóstum með reglulegu millibili.  En það er nú líka nauðsynlegt.  Við höldum áfram eftir hádegi á morgun og ætlum að vera frameftir og klára verkefnið.

Síðdegis var zumba sem mér finnst alveg hreint hrikalega skemmtilegt.  Hitti síðan hóp af vinkonum í kvöldmat á Heilsustofnun áður en ég fór í saumaklúbb með öðrum hópi vinkvenna.  Lífið er dásamlegt !

21. nóvember 2018

Nú styttist í nóvember fund stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hann þarf að undirbúa.  Þar er hvað mesta vinnan mjög umfangsmikil nefndaskipan núna í upphafi kjörtímabils.  Þar er um að ræða fjölmargar nefndir og ráð en mikilvægt er að í nefndir skipist áhugasamt fólk sem endurspegar hin ýmsu sjónarmið, m.a. landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, kynja og stjórnmálaflokka svo fátt eitt sé nefnt. 

Átti fund með framkvæmdastjórum stjórnmálasamtaka þar sem rætt var um vinnu sem nú er í gangi varðandi endurskoðun á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka.

Fór einnig í viðtal við Stöð 2 um leikskólamál og mikilvægi þess að fæðingarorlofið verði lengt í 12 mánuði.  Það er alltaf sama sagan.  Maður mætir í nokkuð langt viðtal en síðan er birt ein setning :-)  Verst að maður skuli aldrei vita hvaða setning verður fyrir valinu - maður gæti þá reynt að hafa hana sérlega gáfulega !

Hér heima hitti ég nýjan forstöðumann félagsmiðstöðvar og frístundaskóla, Steinunn Steinþórsdóttir heitir hún og kemur frá Egilsstöðum þar sem hún stýrði áður svipaðri starfsemi. Lífleg ung kona sem ég efast ekki um að á eftir að setja skemmtilegan svip á starfsemina í Bungubrekku.

Fundur síðdegis með dr. Magga, bæjarfulltrúum, skólastjórum og starfsmönnum var afar góður.  Við ræddum þá möguleika sem eru í stöðunni varðandi viðbyggingar við grunnskólann og munum í kjölfarið ræða þær tillögur á undirbúningsfundi allra bæjarfulltrúa sem haldinn verður næstkomandi mánudag.

Í kvöld bakaði ég marenstertur eins og enginn væri morgundagurinn enda á yngsta barnabarnið hann Steingrímur Darri afmæli á laugardaginn.  Þá verður veisla hjá unga manninum !20. nóvember 2018

Sat minn fyrsta fund í stjórnstöð ferðamála í dag.  Þar var fjallað um áfangastaðaáætlanir landshluta sem kynntar voru nýverið en einnig um nokkur önnur verkefni sem öll lúta að betri rannsóknum og tölugögnum um ferðaþjónustuna.  Mér fannst þetta afskaplega fróðlegur fundur og ég hlakka til að starfa á þessum vettvangi í framtíðinni.

Hitti skólastjórnendur grunnskólans í dag og ræddum við um fyrirhugaða viðbyggingu við grunnskólann.  Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2019 og að skólastarf í nýju húsnæði geti hafist haustið 2020.  Á morgun er síðan fundur bæjarfulltrúa, skólastjórnenda, starfsmanna tæknideildar og dr. Magga Jónssonar sem hanna mun viðbygginguna eins og aðrar viðbyggingar sem byggðar hafa verið við skólan á undanförnum áratugum.
Hér í Hveragerði horfum við ekki á kennitöluna þegar við ráðum fólk til starfa og mér finnast það vera forréttindi að vinna með fólki sem auðgað getur allar umræður með áratuga reynslu sinni.

Vann í útboðsgögnum vegna nýrrar heimasíðu og vonast til að geta sent beiðni um tilboð á heimasíðufyrirtækin fljótlega.  Fyrst fara stjórnendur samt yfir gögnin til að tryggja að þau séu eins ítarleg og nauðsyn ber til .

Átti samtal við íbúa sem var orðinn ansi þreyttur á hundsgelti í nágrenni við íbúðarhús sitt.  Þetta er algeng kvörtun og enn og aftur er rétt að minna hundaeigendur á að hundahald í Hveragerði má ekki valda nágrönnum óþægindum.  Ef það gerist ítrekað getur komið til þess að leyfi til hundahalds verði afturkallað.  Það er því afar mikilvægt að reynt sé að koma í veg fyrir geltandi hunda með öllum tiltækum ráðum.

Í Kastljósi kvöldsins var fjallað um fjölónæmar bakteríur og mikilvægi þess að hefta með öllum tiltækum ráðum innflutning á kjöti og grænmeti.  Ég er svo hjartanlega sammála sérfræðingnum í sýklalækningum sem þarna fjallaði um málið.  Það er að mínu mati fullkomlega ábyrgðarlaust og í raun glæpur við framtíðina að ætla að heimila þennan innflutning.  Þjóðin verður að fá að njóta vafans.  Til þess kjósum við þingmenn að þeir gæti hagsmuna alls almennings en ekki þröngs hóps sérhagsmunaafla.


19. nóvember 2018

Það er einhvern veginn endalaust verkefi að flokka og ganga frá tölvupóstum.  Er bún að koma mér upp kerfi sem mér finnst svínvirka en ég vinn með tómt innbox og flókið kerfi foldera til hliðar.  Það er svolítið skondið hvernig hver og einn finnur fjölina sína í hinum stafræna heimi enda nauðsynlegt því annars drukknar maður í tölvupóstum og upplýsingum.

Gekk frá ýmsum málum og varð bara nokkuð ágengt.  Það er alltaf gott að eiga heila daga á skrifstofunni.  Átti meðal annars gott samtal við tæknideildina um fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins sem er nauðsynleg vegna viðbyggingarinnar við grunnskólanna sem ráðast á í á næsta ári.

Fjallaði um fjárhagsáætluna leik- og grunnskóla á fundi fræðslunefndar í dag.  Þetta er vel skipuð nefnd hæfileikaríku og skynsömu fólki.  Það er mikilvægt að nefndir séu þannig samansettar.

Mætti 20 mínútum of seint í sundleikfimi, synti því aukalega nokkrar ferðir og naut mín vel svo til alein í lauginn og hafði gufubaðið alveg fyrir mig og skemmtilegan selskap í heita pottinum.  Skoðaði síðan framkvæmdirnar á efri hæðinni sem nú eru á lokastigi.

Kláraði síðan líka að lesa yfir stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefur verið kvöldlesning núna um helgina. This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • 1.11.2018 - 1.12.2018
 • 1.4.2021 - 1.5.2021
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet