<$BlogRSDUrl$>

17. apríl 2018

Árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar 2018 - Aldís Hafsteinsdóttir 


11. apríl 2018

Skrifborðsdagur í rigningunni.  Kláraði ýmisleg og kom öðru í ferli.  Núna er til dæmis farin út auglýsing um ævintýranámskeið sumarsins sem Elín Ester og Jóhanna sáu um að gera.  Um að gera að foreldrar skrái börn sín á námskeiðin sem allra fyrst en þetta hafa verið lífleg og skemmtileg námskeið þar sem krakkarnir kljást við fjölbreytt verkefni.

Við Helga hittum aðila vegna heimasíðu sveitarfélagsins sem þarfnast orðið uppfærslu.  Við munum skoða það betur á næsta fundi bæjarráðs.

Opnuð voru tilboð í götuna Vorsabæ í dag en þar var fyrirtækið Aðalleið lægstbjóðandi.  Nú þarf sú framkvæmd að komast í gang hið allra fyrsta.10. apríl 2018

Vinna við drög að nýjum reglum vegna úthlutunar lóða tóku ansi langan tíma í dag.  Það virðist vera óumflýjanlegt þegar maður er að vinna að svona löguðu að það er einhvern veginn endalaust hægt að bæta við, breyta og lagfæra en samt nær maður ekki utan um allt það sem mögulega getur komið upp þegar vinna á eftir reglunum.  En núna erum við að reyna að gera þetta eins skothelt og nokkur er kostur.  Allavega til mikilla bóta frá því sem nú er.  Kláraði einnig önnur gögn vegna fundar bæjarstjórnar í vikunni en fundarboðið fór út í dag.  

Átti fundi í dag vegna tryggingamála en einnig viðtöl við tvo aðila sem báðir höfðu hug á að fá lóðir hér í Hveragerði.  Endaði svo vinnudaginn á fundi í stjórn Listasafns Árnesinga en þar samþykkti stjórn ársreikninginn. 

Á leiðinni í vinnuna fór ekki fram hjá mér að nú er byrjað að grafa fyrir tveimur einbýlishúsum hér rétt ofar í götunni.  Þar eru nú að hefjast eða hafnar framkvæmdir við 9 einbýlishús/parhús og í auglýsingu eru fjórar lóðir til viðbótar.  Gárungarnir eru farnir að kalla hverfið 101 Hveragerði enda ekki skrýtið þar sem það er á besta stað í bænum og örstutt í alla þjónustu. 

Í kvöld þreif ég örugglega vel á annað hundrað blómapotta og bakka enda fer að koma að því að ég þurfi að prikkla öllu sem ég  er búin að sá.   Þarf bara nauðsynlega nýjan rafmagnsofn í gróðurhúsið því sá gamli gaf upp öndina.  Um leið og því er reddað verður prikklað. 

9. apríl 2018

Afbragðs dagur á skrifstofunni.  Lagði lokahönd á nýjar úthlutunarreglur vegna lóða hér í Hveragerði og fékk fínar ábendingar frá bæði  Jóni Friðriki og Guðmundi við þá vinnu.  Þær verða lagðar fyrir bæjarstjórn á fundi á fimmtudaginn.  Kláraði einnig reglur um notkun byggðamerkis Hveragerðisbæjar sem líka fara fyrir bæjarstjórnarfundinn. Á þeim sama fundi verður ársreikningur lagður fram og þónokkur fjöldi annarra stórra mála.  Það er nóg að gera enda vor í lofti og allt að fara í gang.

Tveir tímar í ræktinni síðdegis og labbað fram og til baka í vinnuna.  Þetta eru 440 metrar og ég er um 5 mínútur að rölta þetta.  Merkilegt að ég skuli yfirleitt hreyfa bílinn :-)
7. apríl 2018

Átti fund með Gunnlaugi, formanni NLFÍ, um málefni Heilsustofnunar í morgun.  Hann er öflugur og fylginn sér þegar kemur að málefnum stofnunarinnar en það veitir ekki af.  Alveg merkilegt að þeir sem ráða yfir fjárveitingum til endurhæfingar og forvarna skuli ekki fyrir löngu vera búnir að uppgötva mikilvægi Heilsustofnunar á þessu sviði.

Í dag setti ég upp nýjar reglur vegna úthlutunar lóða hér í Hveragerði og vonast til að geta sett þær fyrir bæjarstjórn í næstu viku.  Það er mikilvægt að reglur um svona lagað séu skýrar og gagnsæjar.
Lóðir fyrir 4 einbýlishús eru núna lausar til umsóknar en þau hús standa við Þórsmörk.

Síðdegis safnaði ég meðmælendum með framboði D-listans hér í Hveragerði.  Það gekk glimrandi vel og allir sem ég talaði við voru tilbúnir til að mæla með framboðinu. Nú er kosningabaráttan svona smám saman að fara á fullt, það er skemmtilegur tími framundan.

5. apríl 2018

Bæjarráðsfundurinn í morgun var stuttur og snaggaralegur.  Helst bar þar til tíðinda að ársreikningur bæjarins var lagður fram en hann sýnir 82 milljóna hagnað af samstæðu A og B hluta.  Það er gríðarlega góð niðurstaða sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að þá er búið að gjaldfæra rúmlega 70 milljónir vegna greiðslu í Lífeyrissjóðinn Brú sem öll sveitarfélög á landinu þurftu að standa skil á.  Ef sú greiðsla hefði ekki komið til hefði niðurstaðan orðið um 150 milljónir í plús.  Einhvern tíma hefði það nú þótt stórtíðindi hér í Hveragerði.

Átti afar góðan fund í starfshópi um úrbætur í Reykjadal.  Í þeim hópi sitja auk mín Sigurður, bygginga- og skipulagsfulltrúi í Ölfusi, Anna Björg, formaður skipulags og bygginganefndar í Ölfusi og Guðríður, staðarhaldari á Reykjum.  Allt einstaklega vandað og gott fólk, auk þess sem það er svo skemmtilegt.  Nú þegar hyllir undir lok kjörtímabilsins fyllist maður söknuði svona fyrirfram yfir öllum þeim sem ætla að hætta.  Anna Björg verður ekki í framboði í efstu sætum og Sigurður er að hætta í núverandi stöðu.  Það er afar slæmt fyrir þetta umfangsmikla og mikilvæga verkefni ef þau tvö hverfa úr starfshópnum.  Má ekki til þess hugsa !
En við ræddum næstu skref í dalnum í kjölfar lokunar Umhverfisstofnunar en það er mikilvægt að brugðist verði hratt og vel við þeim aðstæðum sem þarna geta skapast.

Eftir hádegi var fundur með Dattaca en starfsmenn þeirra vinna nú að greiningu á persónuupplýsingum sem við kunnum að hafa safnað.  Ný lög um persónuvernd taka gildi í lok maí og þá er ljóst að við verðum að vera komin með þessi atriði á hreint.  Hef reyndar ekki miklar áhyggjur af því sem snýr að mínu vafstri, fjármálum og rekstri en það er ljóst að bæði fræðslusvið og félagsþjónustan þarf að kafa djúpt og vel yfir sín mál.

Síðdegis fórum við Höskuldur á rúntinn eins og ég hef ávallt gert með reglulegu millibili með umhverfisfulltrúum bæjarins.  Þá keyrum við um bæinn og skrifum niður allt sem betur má fara.  Það geta verið skakkir ljósastaurar og ryðgaðir, brotnir kantsteinar, rusl, vöntun á merkingum og skiltum og margt fleira sem við rekum augun í.  Höskuldur yfirgaf allavega bílinn með þéttskrifað A4 blað með verkefnum.  Það er alltaf af nógu að taka þegar vetur konungur slakar á klónni.

Í kvöld var æsispennandi leikur í körfunni þegar Hamar tók á móti Breiðablik í úrslitarimmu fyrstu deildar.  Við töpuðum með 4 stigum eftir framlengdan leik,  það var ferlega fúlt.  Bætti skapið aðeins að betri helmingurinn var sæmdur gullmerki KKÍ fyrir störf sín í þágu körfunnar hér í Hveragerði í 26 ár en líka á landsvísu.  Hann á þennan heiður svo sannarlega skilinn.  Birgir S. Birgisson fékk einnig silfurmerki KKÍ en saman hafa þeir Lárus arkað þennan veg í afskaplega mörg ár.  Þeir eru einstaklega gott teymi félagarnir og gaman að þeir skuli heiðraðir með þessum hætti á sama tíma.
Ég var afskaplega stolt af mínum manni í kvöld.


4. apríl 2018

Nýverið samþykkt bæjarráð að selja Þórsmörk 1A fyrir 48,7 m.kr.  Einhverjum kann að finnast kaupverðið ansi hátt.  En húsið er afar stórt og á góðum stað þannig að það skýrir að mestu hátt verð.  En vonandi munu nýir eigendur verða ánægðir með kaupin.  Hveragerðisbær eignaðist húsið Mel nýlega.  Er það litla gula húsið við Hveramörk sem stendur stakstætt á stótrri lóð.  Það var skýr vilji bæjarfulltrúa að bærinn myndi eignast þetta hús með tilheyrandi lóð enda er hún aðliggjandi að Hveragarðinum og það er aldrei að vita hvenær sú starfsemi þarf aukið rými.

Í dag var ég gestur á fundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll.  Þetta var sérlega góður fundur og sköpuðust þarna afar góðar umræður.  Fundargestir voru forvitnir um Hveragerði og greinilegt að bæjarfélagið okkar er orðið þekkt fyrir góða þjónustu og frábært umhverfi.  Það var gaman að því að ég fékk fjölmargar spurningar um Hamarshöllina sem fundargestir voru afar forvitnir um og hrifnir af. 

Síðdegis hittist framboðslistinn til myndatöku.   Enduðum á pizzu á Ölverk þar sem við áttum saman skemmtilegt kvöld.  Ég er afar ánægð með það hvernig skipast hefur á framboðslistann.  Gott fólk og skemmtilegt í hverju sæti. 

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet