<$BlogRSDUrl$>

26. ágúst 2018

Þessa dagana erum við Lárus stödd erlendis.  Þeir sem hafa áhuga og nennu á að fylgjast með ferðum okkar geta gert það á þessari slóð.   Munið bara að þetta er skrifað til að muna hvar við vorum og hvað við gerðum en ef fleiri hafa áhuga á að lesa þetta er það velkomið...
Keyrt um Kaliforníu sumarið 2018.

Þessi flottu hús voru til dæmis í hverfi blómabarnanna Height Ashbury !

19. maí 2018

Hveragerðisbær 70 ára 


17. maí 2018

Það er greinilega farið að styttast í kosningar enda nóg um að vera.  Við á D-listanum erum búin að vera að heimsækja fyrirtæki í vikunni og alls staðar er okkur afskaplega vel tekið.  Margir tala um að þessi þrjú framboð séu með svipuð stefnumál en það finnst mér í raun afskaplega skrýtið sérstaklega þegar litið er til þess að stefnuskrá okkar er ansi umfangsmikil og ýtarleg á meðan að andstæðingar okkar eru með örfá mál sem lögð er öll áhersla á.  Þau mál eru meira að segja mörg hver þegar í farvegi í meðförum núverandi bæjarstjórnar.  Eins og íþróttaskóli yngstu barnanna sem þegar er hafinn undirbúningur að og bygging íbúða fyrir unga fólkið en þessa dagana eru einmitt að hefjast framkvæmdir við byggingu 80 lítilla íbúða á Eden reitnum.  Þetta verða afskaplega skemmtilegar íbúðir af ýmsum stærðum, þær minnstu um 50 m2 en lögð er áhersla á mörg herbergi og góða nýtingu allra fermetranna.  Skipulagið er afar skemmtilegt en gerð er ráð fyrir opnu svæði í miðjunni, torgi, þar sem íbúar geta til dæmis leigt gróðurhús ef þeir vilja það.
Það er verktakafyrirtækið JÁ verk sem mun byggja íbúðirnar en þeir stóðu sig afar vel við byggingu leikskólans sem byggður var á rétt um ári.
Síðan er kannski rétt að minnast á leiguíbúðirnar sem allir ræða um.  En þar höfum við þegar hafið undirbúning að gerð húsnæðisáætlunar sem er forsenda þess að hægt sé að sækja um stofnframlög úr Íbúðalánasjóði.  Þá kæmi einnig stofnframlag frá bæjarfélaginu en með þessu móti er hægt að byggja hagstæðar leiguíbúðir sem þá yrðu reknar án hagnaðarsjónarmiða. Við sjáum þessar íbúðir fyrir okkur í Kambalandinu þar sem nú er unnið að skipulagi mikillar íbúðabyggðar.

Nú er verið að vinna útboðsgögn vegna niðurrifs Friðarstaða.  Þar stendur ekki steinn yfir steini lengur enda munu öll ummerki um byggð þarna verða horfin innan mánaðar.   Húsakynnin hafa þó nýst afar vel að undanförnu en Brunavarnir Árnessýslu, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, sérsveit ríkislögreglustjóra og fleiri viðbragðsaðilar hafa fengið að nýta öll húsin til æfinga eins og kannski fór ekki fram hjá neinum þegar lokaverkefni brunavarðaskólans um síðustu helgi fólst í því að slökkva í Lágafelli sem brann til grunna reyndar.

11. maí 2018

Hingað koma alltaf öðru hvoru erlendir  blaða- og fréttamenn og allir vilja þeir viðtal við bæjarstjórann.  Í morgun hitti ég hann Simon Ross sem er að útbúa myndband um Hveragerði fyrir Discover the World ferðaskrifstofuna.  Við áttum hið besta spjall bæði með og án myndavéla.  Hann er mikill áhugamaður um Hveragerði og hefur komið hingað margoft.  Mér finnst aldrei leiðinlegt þegar gestir okkar segja mér í óspurðum fréttum að Hveragerði sé uppáhaldsbærinn þeirra á Íslandi.  Ég er nefnilega svo sammála því ....  
Á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag var tekin til afgreiðslu tilkynning frá Umhverfisstofnun um áframhaldandi lokun Reykjadals.  Fyrir rekstraraðila í Hveragerði er þessi ákvörðun afar slæm enda finna þeir verulega fyrir því að ferðamönnum hefur fækkað við þessa ákvörðun.  Við myndum alveg skilja þetta ef eitthvað hefði verið gert til að bæta úr hvað varðar stíginn á þessum vikum sem liðnar eru frá því að hann lokaði. En svo er nú því miður ekki.  Mikilvægast af öllu að margra mati er að harðbanna með öllu umferð ríðandi fólks um dalinn og bæta síðan göngustígana með svo góðum hætti að við lendum ekki í þessu aftur.  Myndin hér til hliðar er tekin inn við baðstaðinn og sýnir vel að búið er að ráðast í miklar framkvæmdir á svæðinu.   Hér má lesa bókun bæjarstjórnar. 
Síðdegis í dag bárust svo þær fréttir að Umhverfisstofnun myndi ekki leggja til áframhaldandi lokun á  gönguleiðinni og opnar hún því í fyrramálið kl. 10:00.  Mjög ánægjulegar fréttir enda var þetta að verða afar sérstakt sérstaklega þar sem fullt af öðrum gönguleiðum voru síst í betra ástandi án þess að  þar stæði til lokun í heila tvo mánuði eins og stefndi í.

Fram að kosningum verð ég í sumarfríi frá vinnu til að sinna framboðsmálum.  Ég er aftur á móti búin að bóka á mig all nokkra fundi og viðtöl þannig að um óslitið frí verður ekki að ræða.  Það er aftur á móti gott að þessir dagar eru allir skráðir sem sumarfrí, enda veitir ekki af þessa síðustu daga fyrir kosningar.

9. maí 2018

Tíminn flýgur þessa dagana á alveg hreint ótrúlegum hraða.  Kosningar á næsta leyti og nóg um að vera, eðlilega.   Mér finnst aftur á móti kosningabaráttan með rólegasta móti.  Það hlýtur að þýða það að flestir eru nokkuð ánægðir með það sem gert hefur verið.  Vona að það skili góðum árangri D-listans þegar talið verður upp úr kjörkössunum þann 26. Maí.

Í dag var síðasti fundur bæjarstjórnar þetta kjörtímabilið.  Þar kvöddum við hana Viktoríu en það er nokkuð ljóst að hún verður ekki í bæjarstjórn næsta kjörtímabilið þar sem hún situr í sæti neðarlega á framboðslista.  Hún hefur verið góður félagi í bæjarstjórn.  Afskaplega vönduð og greind kona sem gott hefur verið að vinna með.  Hún fer nú ekki langt svo sem og mun áfram sinna sínu starfi með framúrskarandi hætti í grunnskólanum eins og hún hefur gert undanfarin ár.  Þau eru heppin börnin sem fá hana sem kennara.  Aðrir sem voru á fundinum í dag eru í framboði svo þeir verða ekki kvaddir í bili.

Kosningum fylgja alltaf miklar breytingar.  Maður eignasti vini þvert á flokka og sveitarfélög og á fjögurra ára fresti er öllu hvolft við. Vinir og kunningjar hætta eða missa embættin og nýtt fólk tekur við.  Ég þekki sveitarstjórnarmenn út um allt land.  Þess vegna er kosningakvöldið alltaf svolítið sérstakt þar sem ég hef brennandi áhuga á niðurstöðunum í hinum ýmsu sveitarfélögum vítt og breitt um landið og fylgist grannt með örlögum vina og kunningja þar, ekki síður en okkar eigin hér í Hveragerði.

Annars var bæjarstjórnarfundurinn gríðarlega efnismikill og fjölmörg mál á dagskrá.  Góður ársreikningur samþykkt með þónokkrum hagnaði.  Það eru jákvæðar fréttir fyrir bæjarbúa.   Skipulag Kambalands er komið á skrið.  Við bókuðum mótmæli við áformum um breytingu á lögum um viðalagatryggingu og mótmæltum harðlega lengri lokun Reykjadals.
Samþykktum líka undirbúning að gjaldlitlum íþróttaskóla yngstu grunnskólabarna svo fátt eitt sé talið.  Allt gert í einingu og sátt allra bæjarfulltrúa.  Það er varla hægt að dásama það nógu oft hversu gott það er fyrir bæjarbúar þegar eining og sátt ríkir í bæjarstjórn því ég er sannfærð um að slíkt smitar út í samfélagið allt.

Í kvöld hittist framboðslistinn - þetta er svo góður hópur að ég þreytist ekki á að minnast á það.  Öflugt duglegt og skynsamt fólk sem veit hvað þarf til að gera góðan bæ enn betri, og vonandi hvað þarf til að vinna kosningarnar !    Því það ætlum við svo sannarlega að gera :-)28. apríl 2018


Þann 19. Apríl voru liðin 25 ár frá því að pabbi dó.  Stundum líður mér  eins og það hafi gerst í gær en svo man ég að það er í raun heil ævi síðan.  Eiginlega öll ævin hans Bjarna Rúnars mín sem var 3 ára þegar afi hans dó og öll ævin hans Alberts míns sem var ekki einu sinni fæddur.  

Ég get ennþá framkallað tilfinninguna þegar ég fékk fréttirnar um að hann hefði hnigið niður.  
Áfallið þegar ég sá hann á spítalanum.  Vantrúna þegar læknarnir sögðu að hann væri dáinn þrátt fyrir að vera enn með hjartslátt og öndun.  Reiðina þegar læknirinn sagði að hann væri "spennandi". tilfelli.  Gæti orðið fyrsti íslenski líffæragjafinn á Landspítalanum!    Ég gleymi aldrei stjörnubjörtum himni og kuldanum sem mætti okkur í myrkrinu á Öldugötunni í Hafnarfirði þegar við komum út, eftir að hafa fengið símtalið!   Þar sem við stöndum á tröppunum hjá Alberti móðurbróður sáum við flugvélina fljúga frá Reykjavíkurflugvelli um miðja nótt.  Við vissum að þar með var þetta búið.  Við höfðum gefið leyfi fyrir því að líffærin hans væru tekin og gefin öðrum.  Teymið kom frá Svíþjóð og þau fóru til baka um nóttina.  Ég gleymi aldrei tilfinningunni þegar við komum uppá spítala til að kveðja.  Hvað hann var kaldur !  Við sem höfðum kvatt hann fyrr um kvöldið á lífi.   
Ég var bara 29 ára.  
Ég gleymi aldrei öldu samúðar, velvildar og hlýhugs sem umvafði okkur öll.  Ég gleymi aldrei þegar við keyrðum inn í Hveragerði eftir að allt var afstaðið.  Öll lömuð af sorg og úrvinda.  Á hverri einustu fánastöng var flaggað í hálfa stöng.  Við fundum svo greinilega fyrir því að bærinn okkar syrgði með okkur.    Við þurftum svo á því að halda og það var svo dýrmætt að finna þennan hlýhug.  Þá var yndislegt að eiga góða að.  Vini sem komu óumbeðnir, tóku krakkana, hugsuðu um heimilin, héldu utan um mömmu og okkur öll.  Nágrannar, vinir, starfsmenn Kjörís, jafnvel ókunnugir.  Þetta var erfiður tími.  En þegar ég horfi til baka sé ég samt hvað við vorum heppin.   
Heppin að hafa átt yndislegan föður sem kenndi okkur svo margt og ekki síður dásamlega móður sem alltaf hefur verið til staðar fyrir okkur öll.  Þau kenndu  okkur að vera dugleg, vera góð við hvert annað og annað fólk.  Vera umburðarlynd en umfram allt að vera þakklát, glöð, ánægð.  
Við getum ekki vitað hversu löngum tíma við náum með fólkinu sem okkur þykir vænst um svo við skulum nýta hvern dag sem best.  Pabbi ætlaði svo sannarlega að vera lengur með okkur en hann lést 59 ára árið 1993.   Sakna hans alltaf en gleðst yfir því góða sem hann skyldi eftir. 


27. apríl 2018

Vinnudagurinn hófst á Selfossi þar sem ég gekk loksins frá afsali vegna sölu nýjasta íbúðarhússins að  Friðarstöðum.   Undanfarin hafa Brunavarnir Árnessýslu nýtt húsakostinn á svæðinu til æfinga en einnig hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, sérsveit lögreglunnar og fleiri nýtt svæðið til æfinga.  Um miðjan maí er ráðgert að brenna fyrsta húsið og verður bruninn hluti af lokaverkefni nema Brunavarnaskólans.  Það er ekki oft sem viðbragðsaðilar fá aðstöðu sem þessa og kunna þeir vel að meta þetta.   Síðan rakst ég á Þorstein í Görpum í gær en hann og kona hans Magnea eru nýir eigendur hússins stóra. Þau munu að öllum líkindum flytja húsið í byrjun júní.  Það verður mikið sjónarspil því þau ætla að flytja plötuna með og fara yfir brúna upp í Gufudal.  Eins og einhver sagði:  það verður örugglega fjölmenni viðstatt til að fylgjast með !

Fór yfir útborguð laun bæjarfélagsins eins og ég geri um hver mánaðamót í samræmi við fyrirmæli endurskoðenda en eftir það átti ég ágætan fund með Maríu, forstöðumanni Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.  Ræddum við húsnæðismál félagsþjónustu meðal annars en á fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir 47 mkr til kaupa á félagslegu leiguhúsnæði.

Í hádeginu hófst svo fundur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.  Þar var fjöldi mála á dagskrá en hvað hæst bar umræðu um nýsamþykkt lög um málefni fatlaðs fólks.  Nú er búið að samþykkja NPA, notendastýrða persónulega aðstoð, ný ákvæði varðandi akstur fatlaðs fólks og fleira.  Allt til mikilla bóta fyrir notendur og stórt skref í réttindabaráttu þeirra.  Aftur á móti er ekki annað hægt en að hafa áhyggjur að fjárhagslegum áhrifum þessara laga sérstaklega í hinum dreifðari byggðum og full ástæða til að hefja nú þegar viðræðum við ríkið um fjármögnun þessara verkefni.

Beint austur aftur en hér var ég búin að mæla mér mót við Eydísi Indriðadóttur, sveitarstjóra Flóahrepps, og starfsmenn hennar sem voru ríflega 40.  Fór ég með þeim hring um bæjarfélagið, sýndi þeim leikskólann okkar nýja og Hamarshöllina og kynnti fyrir þeim bæinn okkar fallega.
Skilaði hópnum síðan á Ölverk þar sem þau höfðu keypt hlaðborð og bjórkynningu.  Þetta var skemmtilegur og líflegur hópur sem gaman var að hitta.

Í kvöld fannst mér tilvalið að sýna Putter myndina Mama Mia í tilefni frétta um að Abba sé mögulega að gefa út ný lög.  Skil ekki af hverju þessi hljómsveit kemur ekki fram aftur. Mikið lifandis býsn yrði það nú skemmtilegt :-)This page is powered by Blogger. Isn't yours?

 • Um Aldísi ...
 • Ræður og greinar ...
 • Aftur á forsíðu...
 • Tenglar
 • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
 • Síða Sjálfstæðisflokksins
 • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
 • Sjálfstæðiskonur
 • Sjálfstæðismenn í Suður.
 • Gagnagátt Sambandsins
 • Besti ísinn!
 • Morgunblaðið á netinu
 • Vísir.is
 • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
 • Fleiri Sunnlenskar fréttir
 • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
 • Hveragerði
 • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
 • Grunnskólinn í­ Hveragerði
 • Íþróttafélagið Hamar
 • Veðurspá fyrir Hveragerði
 • Fjölbrautaskóli Suðurlands
 • Gagnasöfn Hvar.is
 • Besti bloggarinn ! ! !
 • Vefbanki Valla...
 • SASS
 • Myndir Bjössa á Bláfelli
 • Nátturan.is
 • Orðaþýðingar - frábær síða
 • Færð og veður á SV-landi
 • Leitarvélin
 • Sí­maskráin
 • Ýmsar myndir
 • Myndasíða
 • Úr reisubókinni
 • Flórída janúar 2017
 • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
 • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
 • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
 • Búkarest í Rúmení­u 2006
 • Ítalía 2007
 • Svartfjallaland 2008
 • Danmörk 2010
 • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
 • Hefur þú skoðun?
 • Hafðu samband!
  Eldri færslur
 • 1.1.2004 - 1.2.2004
 • 1.2.2004 - 1.3.2004
 • 1.3.2004 - 1.4.2004
 • 1.5.2004 - 1.6.2004
 • 1.6.2004 - 1.7.2004
 • 1.7.2004 - 1.8.2004
 • 1.8.2004 - 1.9.2004
 • 1.9.2004 - 1.10.2004
 • 1.10.2004 - 1.11.2004
 • 1.11.2004 - 1.12.2004
 • 1.12.2004 - 1.1.2005
 • 1.1.2005 - 1.2.2005
 • 1.3.2005 - 1.4.2005
 • 1.4.2005 - 1.5.2005
 • 1.5.2005 - 1.6.2005
 • 1.6.2005 - 1.7.2005
 • 1.7.2005 - 1.8.2005
 • 1.8.2005 - 1.9.2005
 • 1.9.2005 - 1.10.2005
 • 1.10.2005 - 1.11.2005
 • 1.11.2005 - 1.12.2005
 • 1.12.2005 - 1.1.2006
 • 1.1.2006 - 1.2.2006
 • 1.2.2006 - 1.3.2006
 • 1.3.2006 - 1.4.2006
 • 1.4.2006 - 1.5.2006
 • 1.5.2006 - 1.6.2006
 • 1.6.2006 - 1.7.2006
 • 1.7.2006 - 1.8.2006
 • 1.8.2006 - 1.9.2006
 • 1.9.2006 - 1.10.2006
 • 1.10.2006 - 1.11.2006
 • 1.11.2006 - 1.12.2006
 • 1.12.2006 - 1.1.2007
 • 1.1.2007 - 1.2.2007
 • 1.2.2007 - 1.3.2007
 • 1.3.2007 - 1.4.2007
 • 1.4.2007 - 1.5.2007
 • 1.5.2007 - 1.6.2007
 • 1.6.2007 - 1.7.2007
 • 1.7.2007 - 1.8.2007
 • 1.8.2007 - 1.9.2007
 • 1.9.2007 - 1.10.2007
 • 1.10.2007 - 1.11.2007
 • 1.11.2007 - 1.12.2007
 • 1.12.2007 - 1.1.2008
 • 1.1.2008 - 1.2.2008
 • 1.2.2008 - 1.3.2008
 • 1.3.2008 - 1.4.2008
 • 1.4.2008 - 1.5.2008
 • 1.5.2008 - 1.6.2008
 • 1.6.2008 - 1.7.2008
 • 1.7.2008 - 1.8.2008
 • 1.8.2008 - 1.9.2008
 • 1.9.2008 - 1.10.2008
 • 1.10.2008 - 1.11.2008
 • 1.11.2008 - 1.12.2008
 • 1.12.2008 - 1.1.2009
 • 1.1.2009 - 1.2.2009
 • 1.2.2009 - 1.3.2009
 • 1.3.2009 - 1.4.2009
 • 1.4.2009 - 1.5.2009
 • 1.5.2009 - 1.6.2009
 • 1.6.2009 - 1.7.2009
 • 1.7.2009 - 1.8.2009
 • 1.8.2009 - 1.9.2009
 • 1.9.2009 - 1.10.2009
 • 1.10.2009 - 1.11.2009
 • 1.11.2009 - 1.12.2009
 • 1.12.2009 - 1.1.2010
 • 1.1.2010 - 1.2.2010
 • 1.2.2010 - 1.3.2010
 • 1.3.2010 - 1.4.2010
 • 1.4.2010 - 1.5.2010
 • 1.5.2010 - 1.6.2010
 • 1.6.2010 - 1.7.2010
 • 1.7.2010 - 1.8.2010
 • 1.8.2010 - 1.9.2010
 • 1.9.2010 - 1.10.2010
 • 1.10.2010 - 1.11.2010
 • 1.11.2010 - 1.12.2010
 • 1.12.2010 - 1.1.2011
 • 1.1.2011 - 1.2.2011
 • 1.2.2011 - 1.3.2011
 • 1.3.2011 - 1.4.2011
 • 1.4.2011 - 1.5.2011
 • 1.5.2011 - 1.6.2011
 • 1.6.2011 - 1.7.2011
 • 1.7.2011 - 1.8.2011
 • 1.8.2011 - 1.9.2011
 • 1.9.2011 - 1.10.2011
 • 1.10.2011 - 1.11.2011
 • 1.11.2011 - 1.12.2011
 • 1.12.2011 - 1.1.2012
 • 1.1.2012 - 1.2.2012
 • 1.2.2012 - 1.3.2012
 • 1.3.2012 - 1.4.2012
 • 1.4.2012 - 1.5.2012
 • 1.5.2012 - 1.6.2012
 • 1.6.2012 - 1.7.2012
 • 1.7.2012 - 1.8.2012
 • 1.8.2012 - 1.9.2012
 • 1.9.2012 - 1.10.2012
 • 1.10.2012 - 1.11.2012
 • 1.11.2012 - 1.12.2012
 • 1.12.2012 - 1.1.2013
 • 1.1.2013 - 1.2.2013
 • 1.2.2013 - 1.3.2013
 • 1.3.2013 - 1.4.2013
 • 1.4.2013 - 1.5.2013
 • 1.5.2013 - 1.6.2013
 • 1.6.2013 - 1.7.2013
 • 1.7.2013 - 1.8.2013
 • 1.8.2013 - 1.9.2013
 • 1.9.2013 - 1.10.2013
 • 1.10.2013 - 1.11.2013
 • 1.11.2013 - 1.12.2013
 • 1.12.2013 - 1.1.2014
 • 1.1.2014 - 1.2.2014
 • 1.2.2014 - 1.3.2014
 • 1.3.2014 - 1.4.2014
 • 1.4.2014 - 1.5.2014
 • 1.5.2014 - 1.6.2014
 • 1.8.2014 - 1.9.2014
 • 1.9.2014 - 1.10.2014
 • 1.10.2014 - 1.11.2014
 • 1.11.2014 - 1.12.2014
 • 1.12.2014 - 1.1.2015
 • 1.1.2015 - 1.2.2015
 • 1.2.2015 - 1.3.2015
 • 1.3.2015 - 1.4.2015
 • 1.4.2015 - 1.5.2015
 • 1.6.2015 - 1.7.2015
 • 1.7.2015 - 1.8.2015
 • 1.8.2015 - 1.9.2015
 • 1.9.2015 - 1.10.2015
 • 1.10.2015 - 1.11.2015
 • 1.11.2015 - 1.12.2015
 • 1.12.2015 - 1.1.2016
 • 1.1.2016 - 1.2.2016
 • 1.2.2016 - 1.3.2016
 • 1.3.2016 - 1.4.2016
 • 1.4.2016 - 1.5.2016
 • 1.5.2016 - 1.6.2016
 • 1.6.2016 - 1.7.2016
 • 1.7.2016 - 1.8.2016
 • 1.8.2016 - 1.9.2016
 • 1.9.2016 - 1.10.2016
 • 1.10.2016 - 1.11.2016
 • 1.11.2016 - 1.12.2016
 • 1.12.2016 - 1.1.2017
 • 1.1.2017 - 1.2.2017
 • 1.2.2017 - 1.3.2017
 • 1.3.2017 - 1.4.2017
 • 1.5.2017 - 1.6.2017
 • 1.6.2017 - 1.7.2017
 • 1.8.2017 - 1.9.2017
 • 1.9.2017 - 1.10.2017
 • 1.10.2017 - 1.11.2017
 • 1.11.2017 - 1.12.2017
 • 1.12.2017 - 1.1.2018
 • 1.1.2018 - 1.2.2018
 • 1.2.2018 - 1.3.2018
 • 1.3.2018 - 1.4.2018
 • 1.4.2018 - 1.5.2018
 • 1.5.2018 - 1.6.2018
 • 1.8.2018 - 1.9.2018
 • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet