Síður

9. maí 2005

Okkur Alberti tókst að næla okkur í ansi myndarlega pest sem ekki ætlar að láta undan síga í dag.
Má auðvitað ekki vera að þessu, frekar en nokkur annar, þannig að ég lét senda mér vinnuna heim og ætla að tolla og panta að heiman í dag. Þökk sé tölvutækninni !!
Nú er mesti annatíminn í minni deild hjá Kjörís þegar nýjungar sumarsins eru að detta inn. Kistur, skápar og ísvélar streyma inn og allt þarf að komast í verslanir ekki seinna en í gær.
Það er nú gallinn við okkar annars ágæta land hvað sumarið er stutt og þar af leiðandi sumarsölutíminn. Hvort sem er á ís eða ferðatengdri þjónustu.
Það er markmið okkar að lengja þennan tíma í báða enda og hefur það borið ágætan árangur undanfarin ár.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Athugasemdir: