<$BlogRSDUrl$>

27. nóvember 2014

Er búin að vera að æfa mig að gera kannanir á netinu enda var mér falið af bæjarstjórn að gera könnun meðal foreldra leikskólabarna þar sem spurt yrði um opnunartíma leikskólanna og vilja fólks til breytinga á honum.  Áður en ég sendi þá könnun út sem þetta snýst nú allt um ákvað ég að búa til tvær aðrar til að æfa mig.  Núna er í gangi á netinu könnun um aðventu og jólavenjur Hvergerðinga.  Þegar ég fór heim í dag höfðu nokkrir svarað en áberandi var að þetta voru svo til allt konur á miðjum aldri.  Hvar ætli karlarnir séu ?

Var boðuð niður á Eyrarbakka í dag í viðtal við N4, sjónvarpstöðina góðu að norðan.  Þar var verið að taka upp þátt um jólavenjur og annað sem tilheyrir þessum árstíma.  Ég og Margrét Frímanns vorum saman - hún fjallaði um venjur á Litla Hrauni en ég um venjur og hefði hér í Hveragerði.  Líflegt og skemmtilegt.  Vona samt svo innilega að þeir klippi út kommentið mitt um að ég vilji alls ekki sjá snjó ! !   Það hljómaði ekki mjög jólalega frekar svona eins og klippt út úr jólaævintýri Dickens.  Bæjarstjórinn vill alls ekki sjá snjó því hann kostar bara peninga og það meira að segja heilan helling - hljómar kannski ekki sérlega vel í sjónvarpi :-)

Síðdegis komu hingað þær María Björgk Ingvadóttur og Margrét Blöndal einmitt líka frá N4 en þær eru að vinna að því að koma hér á koppinn sunnlenskum þáttum um mannlíf á svæðinu.  Mér leist afar vel á hugmyndina og heyrist að það sama gildi um aðra sveitarstjórnarmenn á svæðinu. Dagskrárgerðin hjá N4 þykir afar góð og áhorf á stöðina er mikið.  Því gæti þetta verið góð leið til að kynna landshlutann.

Skrifaði, í samráði við bæjarfulltrúa,  umsögn um frumvarp sem komið er fram um afnám lágmarksútsvars hjá sveitarfélögunum.  Hér er fólk ekki mjög hrifið, enda ljóst að það eru helst örsmá  fámenn sveitarfélög sem þetta munu nýta.  Sveitarfélög sem til fjölda ára hafa getað boðið íbúum sínum miklu betri kjör heldur en aðrir geta gert í skjóli gríðarlegra tekna frá til dæmis virkjunum og stórfyrirtækjum.  Ef ákvörðun er tekin um afnámið þarf að grípa til víðtækra ráðstafna til að jafna þennan aðstöðumun sem óhjákvæmilega mun myndast á milli sveitarfélaga.

Sendi nýjar gjaldskrár til Heilbrigðis eftirlitsins til samþykktar.  Það gekk hratt og vel fyrir sig.

Við Guðmudur Baldursson fórum síðan á rúntinn og skoðuðum framkvæmdir í bænum en nú er frágangur í fullum gangi í Þverhlíð og Bröttuhlíð.  Þetta mun verða mjög flott þegar þessu er lokið.

Passaði Harald Fróða í kvöld og greip hann með mér á leik í kvennakörfunni. Honum fannst svo gaman að nú held ég að hann verði fastagerstur :-)

20. nóvember 2014

Fundi bæjarráðs í morgun lauk ekki fyrr en rétt fyrir kl. 10 en það þykir óvenjulangur fundur.  Fyrir þessu var þó ástæða en á fundinn komu fulltrúar kennara við Tónlistarskóla Árnessýslu og kynntu afstöðu sína í kjaradeilunni sem nú hefur staðið í um 4 vikur.  Á fundinn mættu 3 fulltrúar en á kaffistofu bæjarskrifstofu biðu fjölmargir kennarar á meðan.  Hér í Hveragerði er fundaraðstaða bæjarráðs með þeim hætti að ekki er pláss fyrir marga gesti í einu enda fundað á skrifstofu bæjarstjóra.  Fundargerð bæjarráðs má finna á heimasíðu Hveragerðisbæjar http://hveragerdi.is/files/546dc5e0bbfac.pdf

Síðdegis var kynningarfundur um nýtt vinnumat grunnskólakennara haldinn á Selfossi.  Nýr kjarasamningur gefur möguleika á breyttu og framsæknu skólastarfi sem margir hafa beðið eftir lengi.  Um leið eru kennurum boðnar umtalsverðar kjarabætur svo ég vona innilega að nýtt vinnumat verði samþykkt  eftir áramót. 

Haraldur Fróði og Laufey Sif héldu okkur svo selskap fram eftir kvöldi.  Hann er algjört yndi þessi drengur og gaman að hafa svona ungan mann í húsinu aftur. 

19. nóvember 2014

Vöfflur, skipulag og markþjálfun ! 

Var afar hamingjusöm í vöffukaffi á bókasafninu í dag.  Mikil traffík og skemmtilegt fólk mætti til að fagna því að nú eru 10 ár liðin frá því að bókasafnið flutti í Sunnumörk.  Hér er ég með Jóni Helga og Jónu þeim frábæru hjónum. 


Dagurinn leið annars ansi hratt í frábærum félagsskap niður í Þorlákshöfn en þar voru mættir leik- og grunnskólastjórendur í Árnessýslu ásamt sveitarstjórum og bæjarriturum sem þar kláruðu námskeið í leiðtogaþjálfun.  Þetta var fjórði dagurinn og í dag var heilmikið unnið í hópum og æfðum við markþjálfurnarviðtöl eins og enginn væri morgundagurinn.  Ég hef lært heilmikið á þessu námskeiði og nú vill maður helst halda áfram.  

Fundur í kvöld með D-listanum og aðal- og varamönnum okkar í nefndum.  Við reynum að hittast reglulega og förum þá yfir það sem efst er á baugi í bæjarmálefnunum á hverjum tíma. Hópurinn er svo samstíga og skemmtilegur að þessir fundir eru hreinlega upplífgandi.

Það var líka upplífgandi að vera á fundi um skipulag Grímsstaðareitsins í miðbænum seinnipartinn í gær.  Fín mæting, áhugasamir fundagestir og góð kynning frá ASK arkitektum og Oddi Hermannssyni.  Á þessum reit er gert ráð fyrir hóflegri landnýtingu eða  ca. 15 íbúðum á hektara - allt 1-2 hæðir.  Gera á umhverfi og grænum svæðum hátt undir höfði og sérstaklega að vernda hlyninn fallega sem er svo áberandi í götumynd Heiðmerkurinnar. 






12. nóvember 2014

Neikvæðni og niðurrif virðist orðin þjóðaríþrótt.  Það er orðið slæmt þegar maður er farinn að sakna mynda af kvöldmatnum hjá fólki á facebook og yfirlýsinga um hvítt í glasi eftir tiltektina!

Það er hreinlega illa gert að innprenta það í íslenska þjóð að hér sé allt á vonarvöl og að fáir ef nokkrir á veraldarkringlunni hafi það verr en við!  Það væri nú kannski rétt að setja lífið hér í samhengi við lífskjör annarra þjóða - svona allavega einstöku sinnum !

Held ég láti hreinlega verða af því núna að stroka út þá svokölluðu vini mína á facebook sem hafa ekki glatt mig með færslum sínum í marga mánuði. Vinir manns eiga að láta manni líða vel - ef þeir gera það ekki þá eiga þeir örugglega aðra vini sem kunna betur að meta þá og þeirra boðskap en ég geri.

Verð síðan að koma með örstutt innlegg varðandi stöðu Hönnu Birnu sem er ein flottasta konan sem við höfum eignast í pólitík.  Ég bara hreinlega trúi því ekki að þeir séu margir sem í fúlustu alvöru vilji að hún segi af sér.  Hvers vegna í ósköpunum ætti hún að gera það ?  Ég efast ekki eitt augnablk um að hún er að segja satt! Ég efast líka ekki eitt augnablik um það að þeir sem hæst láta gera það ekki hvað síst vegna eigin hagsmuna þar sem þeir óttast svona flotta og sterka konu og vilja hana þess vegna burt!    Hún er gegnheil, vönduð og vill fólki vel.  Viljum við virkilega ekki sem þjóð að svona manneskja sé við stjórnvölinn?   Það er hreinlega eitthvað að okkur að vilja bola Hönnu Birnu í burtu!

... og svo set ég þessa færslu hér en ekki á facebook þar sem ég ætla ekki að fara að svara öllum þeim sem þar myndu hrauna yfir mig !

11. nóvember 2014

Þó nokkuð stórt fundarboð bæjarstjórnar sent út í dag.  Þar ber auðvitað hæst fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2015 og þriggja ára áætlun.  Við gerð fjárhagsáætlunar í þetta sinn vakti það athygli okkar hversu undarlega fasteignamat á atvinnuhúsnæði kom út í þetta skiptið.  Dæmi eru um að húseignir hér í Hveragerði hafi hækkað um tæplega 150% í fasteignamati en aðrar hafa staðið í stað og jafnvel lækkað.  Það er mér algjörlega fyrirmunað að sjá hver reiknireglan er í þetta skiptið.  Þessi breyting á fasteignamati sem við tókum inní áætlun var óréttlát en jafnframt var snúið að mæta þessu með almennri lækkun álagningarprósentu þar sem forsendur voru svo misjafnar.  Rétt áður en fundarboðið var sent út í dag barst síðan tilkynning um að frumvarp yrði lagt fram á Alþingi þar sem áhrif fasteignamatsbreytingarnar eru mildaðar og þeim dreift á næstu 3 ár.  Þessu þarf bæjarstjórn að mæta á milli umræðna þar sem nú þarf að draga saman í rekstri sem þessu nemur. 

Þetta mál sannar enn og aftur það sem ég er búin halda fram undanfarin ár en það er að tímafrestir sem lögfestir voru í nýjum sveitarstjórnarlögum eru í besta falli hjákátlegir þegar að ríkisstjórnin samþykkir ekki fjárlög fyrr en undir jól en í þeim er iðulega að finna fjölmargt sem hefur bein áhrif á rekstur sveitarfélaganna sem eiga að skila sínum áætlunum mörgum vikum á undan ríki. 

9. nóvember 2014

Sunnudagur að mestu í lokayfirferð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.  Allir bæjarfulltrúar mættir og áttu saman langan og góðan fund.  Kláruðum bæði næsta árs áætlun rekstrar og fjárfestingar og lögðum forsendur fyrir þriggja ára áætlun sem lögum samkvæmt ber að skila samhliða næsta árs áætlun.  Nú þurfum við Helga að fínpússa þetta allt saman áður en áætlunin verður lögð fram til fyrri umræðu næstkomandi fimmtudag.  Allt útlit er fyrir að ráðist verði í ýmis góð verkefni á næsta ári sem koma í ljós á fimmtudaginn.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður, heimsótti opið hús Sjálfstæðismanna í gærmorgun.  Ágætis mæting og fínar umræður um ríkisfjármálin og þá staðreynd að þjóðin er að eldast og hvernig við getum mætt þeim verkefnum sem því fylgir. Sjálfstæðismenn i Hveragerði hafa hug á að fjalla enn betur um þau mál á næstunni.

Á föstudaginn átti ég góðan fund með fulltrúum úr starfshópi um stofnun öldungaráðs en væntanlega náum við að klára samþykktir ráðsins fyrir jól og jafnframt að skipa í öldungaráð.



6. nóvember 2014

Fjárhagsáætlun var afgreidd til bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs í morgun.  Bæjarfulltrúar taka reyndar góða rispu á sunnudaginn í lokahnykk áður en hún er verður send út í endanlegri mynd.  Bæði A og B hluti eru í hagnaði eftir rekstur og við náum að greiða niður langtímalán þrátt fyrir nokkuð miklar framkvæmdir.  Það er nú bara gott að ég tel !

Á bæjarráði í morgun var samþykkt að fela Capacent að gera viðhorfskönnun meðal íbúa um þjónustu bæjarfélagsins.  Haft verður samband við 100-150 manns og þeir beðnir um að gefa álit sitt á ýmsum þjónustuþáttum.  Með þessu móti ættum við að geta fengið nokkuð góða yfirsýn yfir ánægju eða óánægju íbúa um þjónustu sveitarfélagsins.

Einnig var ákveðið á fundinum að auglýsa eftir áhugasömum rekstraraðilum að tjaldsvæðinu við Reykjamörk og á framtíðartjaldsvæði inn í Dal.  Hér eru miklir möguleikar í ferðaþjónustu og tækifæri á hverju strái.  Þór Ólafur Hammer hefur rekið tjaldsvæðið af myndarskap undanfarin ár en samningur hans rann út þann 1. nóvember.  Því þótti rétt að auglýsa eftir rekstraraðilum að  svæðinu nú og gefa öllum áhugasömum tækifæri til að vera með í leiknum.

Allir þeir sem fjölmenntu í kirkjuna í kvöld á tónleika Kirkjukórsins skemmtu sér konunglega sýndist mér. Frábært kvöld með sérlega góðum kór og tónlistarfólki.   Mér finnst alltaf jafn yndislegt að mæta á svona viðburði með nágrönnum og vinum og njóta menningar sem íbúar þessa bæjar hafa lagt mikinn metnað í að gera jafn vel úr garði og raunin  var á í kvöld.  Takk kærlega fyrir mig. 


5. nóvember 2014

"Það er víst af nógu að taka" sagði fréttakonan óumbeðin á Rás 2 í gærmorgun þar sem hún ræddi við mótmælendur á Austurvelli og spurði hvers vegna þeir væru að mótmæla.  Skýrara dæmi um hlutdrægni fréttastofunnar hef ég nú varla heyrt ! ! !
------------------
Það er gaman að segja frá því að í dag eru íbúar Hveragerðisbæjar 2.362 og hefur samkvæmt því fjölgað um ríflega 2% í bæjarfélaginu á þessu ári.  Fjölmennasti árgangur bæjarins er fæddur 1996 og sá næstfjölmennasti er fæddur 1960. Þau hafa alltaf verið fjölmenn en hafa nú misst efsta sætið í hendur hinna 18 ára...  Mikil sala er nú á eignum hér í Hveragerði og að sögn fasteignasalanna vantar fleiri eignir á sölu enda vilja nýir íbúar hafa úr einhverju að velja þegar framtíðarheimilið er valið.  Tvö raðhús með 10 íbúðum hafa nú risið við Dalsbrún og vonandi sjá fleiri möguleikana sem fólgnir eru í frekari uppbyggingu.
--------------


3. nóvember 2014

Ánægð með að hafa loksins fengið að vita hvað er að mér í hnénu.  En nokkrar liðmýs (bein og brjósk) er laust í liðnum og eru að angra mig MIKIÐ þessa dagana.  Kemst í aðgerð í byrjun janúar sem betur fer !  Má ekki vera að því fyrr og því verð ég bara hölt þangað til - lifi það alveg af  :-)
----------------------
Annars fór dagurinn að langmestu leyti í fjárhagsáætlunargerð og vinnu við undirbúning bæjarráðs fundar í vikunni.  Strax að lokinn i vinnu kl. 17 hófst fundur bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun og stóð hann til að ganga 23 í kvöld.  Því er vel tímabært að koma sér heim áður en vinnan hefst aftur eftir örfáa tíma.  En við erum að ná saman fjárhagsáætlun, samstarf bæjarfulltrúa gengur vel og þetta er skemmtilegur hópur. Næsti fundur okkar er á sunnudaginn og þá förum við langt með að klára áætlunina.  Það verður ánægður og feginn hópur sem það gerir  :-)

2. nóvember 2014

Var komin uppúr hálfníu á Grand hótel í Reykjavík á laugardagsmorguninn á flokksráðsfund Sjálfstæðismanna.  Rólegur og góður fundur sem þó tafðist aðeins meira en góðu hófi gegndi þannig að ég var ekki komin austur fyrr en vel uppúr átta um kvöldið.  Missti því miður af allri dagskrá Safnahelgar Suðurlands þann daginn og verð að játa að ég sé svolítið eftir því.
-----------------------
Var ansi ánægð með mig á sunnudeginum þar sem ég synti eins og enginn væri morgundagurinn í blíðunni í Laugaskarði.  Skemmtilegt fólk í pottinum sem enn og aftur minnti mig á það hvers vegna við viljum ekki hafa heitan pott í garðinum.  Því eins skemmtilegur og Lárus minn er  þá er nú heldur meiri fjölbreytni í mannlífsflórunni í Laugaskarði -

En hnéð var bara í þokkalegu lagi í sundinu svo það er spurning hvort að skriðsundið hans Magga og sundleikfimin komist kannski aftur á dagskrá?  Annars er ég svo ljónheppin að eiga tíma hjá bæklunarskurðlækni á morgun eftir tæplega 2 mánaða bið þannig að annað kvöld verð ég vonandi hamingjusamur handhafi tíma í hnéaðgerð :-)
----------------
Albert Ingi kom heim um helgina og þá er alltaf líflegt í húsinu.  Það var fjölskylduferð í Laugaskarð í dag og mikið spjallað um heilsurækt og hollt mataræði.  Bjarni Rúnar er ótrúlega hvetjandi á þessu sviði enda með lygilegan viljastyrk, er endalaust á æfingum og borðar eingöngu hollt! Það smitar allavega yfir til mín svo nú er það alveg orðið morgunljóst að hann fær aldrei að flytja að heiman !
---------------------
"This kind of certainty only comes by once in a lifetime" -  Clint Eastwood!- Brýrnar í Madison er frábær mynd, reyndar Eastwood örlítið of trosnaður til að vera trúverðugur ;-)

Er alveg að verða háð þessari nýju bíóstöð sem sýnir hverja góðmyndina á fætur annarri!
--------------------
Magnús Hlynur skrifaði svo skemmtilega um bloggið mitt um helgina að vinsældir mínar jukust skyndilega til mikilla muna!  Takk fyrir góð orð minn kæri - nú neyðist ég til að skrifa oftar og meira og verð kannski að reyna að vera heldur gáfulegri - allavega einstaka sinnum :-)



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

  • Um Aldísi ...
  • Ræður og greinar ...
  • Aftur á forsíðu...
  • Tenglar
  • Mjúkhýsi í Hveragerði ?
  • Síða Sjálfstæðisflokksins
  • Sjálfstæðismenn í Hveragerði
  • Sjálfstæðiskonur
  • Sjálfstæðismenn í Suður.
  • Gagnagátt Sambandsins
  • Besti ísinn!
  • Morgunblaðið á netinu
  • Vísir.is
  • DFS - Fréttasíða Dagskrárinnar
  • Fleiri Sunnlenskar fréttir
  • Mælingar á loftgæðum í Hveragerði
  • Hveragerði
  • Heimasíður fyrirtækja í Hveragerði
  • Grunnskólinn í­ Hveragerði
  • Íþróttafélagið Hamar
  • Veðurspá fyrir Hveragerði
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands
  • Gagnasöfn Hvar.is
  • Besti bloggarinn ! ! !
  • Vefbanki Valla...
  • SASS
  • Myndir Bjössa á Bláfelli
  • Nátturan.is
  • Orðaþýðingar - frábær síða
  • Færð og veður á SV-landi
  • Leitarvélin
  • Sí­maskráin
  • Ýmsar myndir
  • Myndasíða
  • Úr reisubókinni
  • Flórída janúar 2017
  • Litháen, Armenia og Karabakh 2015
  • Serbí­a og Svartfjallaland 2005
  • Istanbul í­ Tyrklandi 2005
  • Búkarest í Rúmení­u 2006
  • Ítalía 2007
  • Svartfjallaland 2008
  • Danmörk 2010
  • Heimsreisa Laufeyjar og Elvars 2011-2012
  • Hefur þú skoðun?
  • Hafðu samband!
    Eldri færslur
  • 1.1.2004 - 1.2.2004
  • 1.2.2004 - 1.3.2004
  • 1.3.2004 - 1.4.2004
  • 1.5.2004 - 1.6.2004
  • 1.6.2004 - 1.7.2004
  • 1.7.2004 - 1.8.2004
  • 1.8.2004 - 1.9.2004
  • 1.9.2004 - 1.10.2004
  • 1.10.2004 - 1.11.2004
  • 1.11.2004 - 1.12.2004
  • 1.12.2004 - 1.1.2005
  • 1.1.2005 - 1.2.2005
  • 1.3.2005 - 1.4.2005
  • 1.4.2005 - 1.5.2005
  • 1.5.2005 - 1.6.2005
  • 1.6.2005 - 1.7.2005
  • 1.7.2005 - 1.8.2005
  • 1.8.2005 - 1.9.2005
  • 1.9.2005 - 1.10.2005
  • 1.10.2005 - 1.11.2005
  • 1.11.2005 - 1.12.2005
  • 1.12.2005 - 1.1.2006
  • 1.1.2006 - 1.2.2006
  • 1.2.2006 - 1.3.2006
  • 1.3.2006 - 1.4.2006
  • 1.4.2006 - 1.5.2006
  • 1.5.2006 - 1.6.2006
  • 1.6.2006 - 1.7.2006
  • 1.7.2006 - 1.8.2006
  • 1.8.2006 - 1.9.2006
  • 1.9.2006 - 1.10.2006
  • 1.10.2006 - 1.11.2006
  • 1.11.2006 - 1.12.2006
  • 1.12.2006 - 1.1.2007
  • 1.1.2007 - 1.2.2007
  • 1.2.2007 - 1.3.2007
  • 1.3.2007 - 1.4.2007
  • 1.4.2007 - 1.5.2007
  • 1.5.2007 - 1.6.2007
  • 1.6.2007 - 1.7.2007
  • 1.7.2007 - 1.8.2007
  • 1.8.2007 - 1.9.2007
  • 1.9.2007 - 1.10.2007
  • 1.10.2007 - 1.11.2007
  • 1.11.2007 - 1.12.2007
  • 1.12.2007 - 1.1.2008
  • 1.1.2008 - 1.2.2008
  • 1.2.2008 - 1.3.2008
  • 1.3.2008 - 1.4.2008
  • 1.4.2008 - 1.5.2008
  • 1.5.2008 - 1.6.2008
  • 1.6.2008 - 1.7.2008
  • 1.7.2008 - 1.8.2008
  • 1.8.2008 - 1.9.2008
  • 1.9.2008 - 1.10.2008
  • 1.10.2008 - 1.11.2008
  • 1.11.2008 - 1.12.2008
  • 1.12.2008 - 1.1.2009
  • 1.1.2009 - 1.2.2009
  • 1.2.2009 - 1.3.2009
  • 1.3.2009 - 1.4.2009
  • 1.4.2009 - 1.5.2009
  • 1.5.2009 - 1.6.2009
  • 1.6.2009 - 1.7.2009
  • 1.7.2009 - 1.8.2009
  • 1.8.2009 - 1.9.2009
  • 1.9.2009 - 1.10.2009
  • 1.10.2009 - 1.11.2009
  • 1.11.2009 - 1.12.2009
  • 1.12.2009 - 1.1.2010
  • 1.1.2010 - 1.2.2010
  • 1.2.2010 - 1.3.2010
  • 1.3.2010 - 1.4.2010
  • 1.4.2010 - 1.5.2010
  • 1.5.2010 - 1.6.2010
  • 1.6.2010 - 1.7.2010
  • 1.7.2010 - 1.8.2010
  • 1.8.2010 - 1.9.2010
  • 1.9.2010 - 1.10.2010
  • 1.10.2010 - 1.11.2010
  • 1.11.2010 - 1.12.2010
  • 1.12.2010 - 1.1.2011
  • 1.1.2011 - 1.2.2011
  • 1.2.2011 - 1.3.2011
  • 1.3.2011 - 1.4.2011
  • 1.4.2011 - 1.5.2011
  • 1.5.2011 - 1.6.2011
  • 1.6.2011 - 1.7.2011
  • 1.7.2011 - 1.8.2011
  • 1.8.2011 - 1.9.2011
  • 1.9.2011 - 1.10.2011
  • 1.10.2011 - 1.11.2011
  • 1.11.2011 - 1.12.2011
  • 1.12.2011 - 1.1.2012
  • 1.1.2012 - 1.2.2012
  • 1.2.2012 - 1.3.2012
  • 1.3.2012 - 1.4.2012
  • 1.4.2012 - 1.5.2012
  • 1.5.2012 - 1.6.2012
  • 1.6.2012 - 1.7.2012
  • 1.7.2012 - 1.8.2012
  • 1.8.2012 - 1.9.2012
  • 1.9.2012 - 1.10.2012
  • 1.10.2012 - 1.11.2012
  • 1.11.2012 - 1.12.2012
  • 1.12.2012 - 1.1.2013
  • 1.1.2013 - 1.2.2013
  • 1.2.2013 - 1.3.2013
  • 1.3.2013 - 1.4.2013
  • 1.4.2013 - 1.5.2013
  • 1.5.2013 - 1.6.2013
  • 1.6.2013 - 1.7.2013
  • 1.7.2013 - 1.8.2013
  • 1.8.2013 - 1.9.2013
  • 1.9.2013 - 1.10.2013
  • 1.10.2013 - 1.11.2013
  • 1.11.2013 - 1.12.2013
  • 1.12.2013 - 1.1.2014
  • 1.1.2014 - 1.2.2014
  • 1.2.2014 - 1.3.2014
  • 1.3.2014 - 1.4.2014
  • 1.4.2014 - 1.5.2014
  • 1.5.2014 - 1.6.2014
  • 1.8.2014 - 1.9.2014
  • 1.9.2014 - 1.10.2014
  • 1.10.2014 - 1.11.2014
  • 1.11.2014 - 1.12.2014
  • 1.12.2014 - 1.1.2015
  • 1.1.2015 - 1.2.2015
  • 1.2.2015 - 1.3.2015
  • 1.3.2015 - 1.4.2015
  • 1.4.2015 - 1.5.2015
  • 1.6.2015 - 1.7.2015
  • 1.7.2015 - 1.8.2015
  • 1.8.2015 - 1.9.2015
  • 1.9.2015 - 1.10.2015
  • 1.10.2015 - 1.11.2015
  • 1.11.2015 - 1.12.2015
  • 1.12.2015 - 1.1.2016
  • 1.1.2016 - 1.2.2016
  • 1.2.2016 - 1.3.2016
  • 1.3.2016 - 1.4.2016
  • 1.4.2016 - 1.5.2016
  • 1.5.2016 - 1.6.2016
  • 1.6.2016 - 1.7.2016
  • 1.7.2016 - 1.8.2016
  • 1.8.2016 - 1.9.2016
  • 1.9.2016 - 1.10.2016
  • 1.10.2016 - 1.11.2016
  • 1.11.2016 - 1.12.2016
  • 1.12.2016 - 1.1.2017
  • 1.1.2017 - 1.2.2017
  • 1.2.2017 - 1.3.2017
  • 1.3.2017 - 1.4.2017
  • 1.5.2017 - 1.6.2017
  • 1.6.2017 - 1.7.2017
  • 1.8.2017 - 1.9.2017
  • 1.9.2017 - 1.10.2017
  • 1.10.2017 - 1.11.2017
  • 1.11.2017 - 1.12.2017
  • 1.12.2017 - 1.1.2018
  • 1.1.2018 - 1.2.2018
  • 1.2.2018 - 1.3.2018
  • 1.3.2018 - 1.4.2018
  • 1.4.2018 - 1.5.2018
  • 1.5.2018 - 1.6.2018
  • 1.8.2018 - 1.9.2018
  • 1.11.2018 - 1.12.2018
  • 1.4.2021 - 1.5.2021
  • 1.5.2021 - 1.6.2021
  • 1.6.2021 - 1.7.2021
  • 1.7.2021 - 1.8.2021
  • Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet