7. mars 2012
Hitti D-lista fólk í Þorlákshöfn í kvöld á mjög skemmtilegum fundi. Umræðurnar snérust um málefni sveitarfélaganna, Árnessýslu, Suðurlands og Sjálfstæðisflokkinn og auðvitað var líka minnst á framboðsmál. Átti líka nokkur góð símtöl í dag við fólk víða um land. Það er gaman að heyra í svona mörgu fólki svo ég skemmti mér ágætlega við þetta!
Í morgun hittum við Ásta Camilla, Ingibjörgu Sigmundsdóttur, garðyrkjubónda hér í Hveragerði. Ræddum við sýninguna Blóm í bæ og aðkomu garðplöntuframleiðanda að henni. Fyrr í vikunni funduðum við með öðrum sem að sýningunni koma en allir eru áhugasamir um framhaldið. Allt stefnir í að þema ársins í ár verði "Sirkus". Litríkt og líflegt og gefur ýmsa skemmtilega möguleika á uppákomum. Bréf barst í vikunni frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem ákveðið hefur að veita 1 mkr styrk til sýningarinnar. Ánægjulegar fréttir og sýna mikinn stuðning ráðuneytisins við sýninguna.
Myndin hér til hliðar er tekin á sýningunni í fyrra sem var afar vel heppnuð.
Comments:
Skrifa ummæli