24. júní 2008
Í morgun var unnið að leiðbeiningum fyrir starfsmenn sveitarfélaga um viðbrögð og uppbyggingu í kjölfar áfalla. Vinnan fer fram undir handleiðslu Guðrúnar Pétursdóttur og Herdísar Sigurjónsdóttur frá Háskóla Íslands sem unnið hafa að verkefninu um nokkurt skeið. Byggir það að stórum hluta á reynslu Vestfirðinga eftir snjóflóðin. Það er mikilvægt að fara yfir þessi mál eins fljótt og hægt er og sérstaklega á meðan unnið er úr afleiðingum skjálftans. Afurðin verður gátlistar fyrir starfsmenn sem nýtast munu bæði í áframhaldandi vinnu núna semog síðar ef til áfalls kemur í bæjarfélaginu.
-------------
Var í þjónustumiðstöð RKÍ í klukkutíma síðdegis en eftir þessa viku mun áfallahjálp flytjast yfir í heilsugæslustöðina og þjónustumiðstöðin lokar. Áfram verður þjónustumiðstöð fyrir Árnessýslu í Tryggvaskála á Selfossi þar sem Ólafur Örn Haraldsson ræður ríkjum.
------------------
Fundur var með íbúum Þórsmerkur í dag þar sem farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við götuna en framkvæmdir eru að hefjast við endurnýjun lagna og yfirborðsfrágang. Þetta er ein af þeim götum sem aldrei hefur verið malbikuð svo yfirbragð miðbæjarins mun mikið breytast þegar þessu verki verður lokið. Ekki var annað að heyra á íbúum en að þeir fögnuðu þessari framkvæmd allavega var fundurinn skemmtilegur og vonandi gagnlegur.
-------------------
Við Albert fórum út að ganga í kvöld og kíktum meðal annars á nýja hverasvæðið. Hittum þar nokkra útlendinga sem sögðu svæðið vera "better than Geysir..."
Mikið til í því en þeir voru reyndar ekki síður að hrósa útsýninu þarna úr brekkunni sem er stórfenglegt. Fórum síðan göngustígs ómyndina frá Frosti og funa niður í lystigarð en þetta er svotil ófært nema maður sé þess betur skóaður. Ofsalega falleg leið sem oft hefur verið rætt um að gera greiðfærari. Það hefur víst án vafa verið eytt í vitlausari hugmyndir...
Bjössi á Bláfelli tók þessar flottu myndir af hverasvæðinu núna nýlega.
-------------
Var í þjónustumiðstöð RKÍ í klukkutíma síðdegis en eftir þessa viku mun áfallahjálp flytjast yfir í heilsugæslustöðina og þjónustumiðstöðin lokar. Áfram verður þjónustumiðstöð fyrir Árnessýslu í Tryggvaskála á Selfossi þar sem Ólafur Örn Haraldsson ræður ríkjum.
------------------
Fundur var með íbúum Þórsmerkur í dag þar sem farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við götuna en framkvæmdir eru að hefjast við endurnýjun lagna og yfirborðsfrágang. Þetta er ein af þeim götum sem aldrei hefur verið malbikuð svo yfirbragð miðbæjarins mun mikið breytast þegar þessu verki verður lokið. Ekki var annað að heyra á íbúum en að þeir fögnuðu þessari framkvæmd allavega var fundurinn skemmtilegur og vonandi gagnlegur.
-------------------
Við Albert fórum út að ganga í kvöld og kíktum meðal annars á nýja hverasvæðið. Hittum þar nokkra útlendinga sem sögðu svæðið vera "better than Geysir..."
Mikið til í því en þeir voru reyndar ekki síður að hrósa útsýninu þarna úr brekkunni sem er stórfenglegt. Fórum síðan göngustígs ómyndina frá Frosti og funa niður í lystigarð en þetta er svotil ófært nema maður sé þess betur skóaður. Ofsalega falleg leið sem oft hefur verið rætt um að gera greiðfærari. Það hefur víst án vafa verið eytt í vitlausari hugmyndir...
Bjössi á Bláfelli tók þessar flottu myndir af hverasvæðinu núna nýlega.
Comments:
Skrifa ummæli