14. apríl 2008
Ný vinnuvika ...
Fundaði í morgun með Ragnheiði Hergeirsdóttur, bæjarstjóra í Árborg og Ástu Stefánsdóttur, bæjarritara þar í bæ, um ákveðna útfærslu á kynningarefni vegna leiðakerfis almenningssamgangna milli Reykjavíkur og sveitarfélaganna hér fyrir austan fjall. Athyglisvert í alla staði en fyrsta skrefið er nú samt að kanna þá möguleika sem fyrir hendi eru varðandi yfirtöku á sérleyfinu á þessari leið og þær fjárhagslegu forsendur sem eru fyrir verkefninu.
-------------------------
Hitti fulltrúa Hjálparsveitar skáta í Hveragerði og gekk frá síðustu endununum í þjónustusamningi við félagið sem væntanlega verður lagður fyrir bæjarráð í vikunni.
Hveragerðisbær hefur lagt ríka áherslu á að gera þjónustusamninga við félögin í bænum og hefur það komið starfsemi þeirra í fastari skorður og aukið tímann sem félagsmenn geta notað í annað en fjárhagslegt hark. Það er stórkostleg að fylgjast með elju þeirra sem starfa í hinum ýmsu félagasamtökum en án þeirra væri mannlífið ekki svipur hjá sjón!
Hitti einmitt síðdegis fleiri ágæta fulltrúa þessa duglega hóps en þá komu hingað til fundar fulltrúar Laugasports og formaður íþróttafélagsins Hamars. Fórum við yfir hin ýmsu mál sem snúa að félaginu en það er gott að hittast reglulega og taka stöðuna. Mikið væri gaman að eiga miklu meiri peninga í sveitarsjóði svo hægt væri að ráðast í verkefnin sem fyrir liggja hraðar en ætlað er.
-------------------------
Meirihlutafundur í kvöld þar sem bæjarráðsfundur næstkomandi fimmtudag var undirbúinn og einnig farið yfir ýmis önnur mál tengd bæjarfélaginu. Verkefnin eru næg: umsókn til Brunamálastofnunar um mjúkhýsið var skilað inn í dag. Arkitektafélag Íslands hefur samþykkt að koma að hugmyndasamkeppni um miðbæjarskipulag og reyndar fögnuðu þau hugmyndinni mjög. Nú bíðum við tilnefningar frá þeim í dómnefnd. Unnið er að lokahönnun aðstöðuhússins við Grýluvöll. Hönnun á útivistarsvæðinu undir Hamrinum er væntanleg í næstu viku ef allt gengur að óskum. Verið er að hanna inngangssvæðið að Listigarðinum. Skilti eru í vinnslu á hverasvæðinu og í inngangshúsinu. Unnið er nætur og daga við að innrétta nýja slökkvistöð, verið er að leggja lokahönd á kynningarbækling um Hveragerði og áfram mætti lengi telja...
En þessa flottu mynd fann ég á netinu hjá snillingi sem heitir Björn Einarsson, veit ekki meiri deili á honum en það en vona að hann fyrirgefi stuldinn! Þarna er sjónarhornið frá Ölfusborgum og yfir í Hveragerði.
Fundaði í morgun með Ragnheiði Hergeirsdóttur, bæjarstjóra í Árborg og Ástu Stefánsdóttur, bæjarritara þar í bæ, um ákveðna útfærslu á kynningarefni vegna leiðakerfis almenningssamgangna milli Reykjavíkur og sveitarfélaganna hér fyrir austan fjall. Athyglisvert í alla staði en fyrsta skrefið er nú samt að kanna þá möguleika sem fyrir hendi eru varðandi yfirtöku á sérleyfinu á þessari leið og þær fjárhagslegu forsendur sem eru fyrir verkefninu.
-------------------------
Hitti fulltrúa Hjálparsveitar skáta í Hveragerði og gekk frá síðustu endununum í þjónustusamningi við félagið sem væntanlega verður lagður fyrir bæjarráð í vikunni.
Hveragerðisbær hefur lagt ríka áherslu á að gera þjónustusamninga við félögin í bænum og hefur það komið starfsemi þeirra í fastari skorður og aukið tímann sem félagsmenn geta notað í annað en fjárhagslegt hark. Það er stórkostleg að fylgjast með elju þeirra sem starfa í hinum ýmsu félagasamtökum en án þeirra væri mannlífið ekki svipur hjá sjón!
Hitti einmitt síðdegis fleiri ágæta fulltrúa þessa duglega hóps en þá komu hingað til fundar fulltrúar Laugasports og formaður íþróttafélagsins Hamars. Fórum við yfir hin ýmsu mál sem snúa að félaginu en það er gott að hittast reglulega og taka stöðuna. Mikið væri gaman að eiga miklu meiri peninga í sveitarsjóði svo hægt væri að ráðast í verkefnin sem fyrir liggja hraðar en ætlað er.
-------------------------
Meirihlutafundur í kvöld þar sem bæjarráðsfundur næstkomandi fimmtudag var undirbúinn og einnig farið yfir ýmis önnur mál tengd bæjarfélaginu. Verkefnin eru næg: umsókn til Brunamálastofnunar um mjúkhýsið var skilað inn í dag. Arkitektafélag Íslands hefur samþykkt að koma að hugmyndasamkeppni um miðbæjarskipulag og reyndar fögnuðu þau hugmyndinni mjög. Nú bíðum við tilnefningar frá þeim í dómnefnd. Unnið er að lokahönnun aðstöðuhússins við Grýluvöll. Hönnun á útivistarsvæðinu undir Hamrinum er væntanleg í næstu viku ef allt gengur að óskum. Verið er að hanna inngangssvæðið að Listigarðinum. Skilti eru í vinnslu á hverasvæðinu og í inngangshúsinu. Unnið er nætur og daga við að innrétta nýja slökkvistöð, verið er að leggja lokahönd á kynningarbækling um Hveragerði og áfram mætti lengi telja...
En þessa flottu mynd fann ég á netinu hjá snillingi sem heitir Björn Einarsson, veit ekki meiri deili á honum en það en vona að hann fyrirgefi stuldinn! Þarna er sjónarhornið frá Ölfusborgum og yfir í Hveragerði.
Comments:
Skrifa ummæli