11. maí 2005
Ársreikningur, ESPA og athugasemdir
Það er fátt sem gerir manni eins gramt í geði eins og veikindi. Það má enginn vera að því í hinu erilsama nútímalífi að liggja lasinn. Varð því miður að segja pass í dag líka og senda varamann á skipulags- og byggingarnefndarfund og fresta vinnufundi minnihlutans sem vera átti í kvöld. Það er eins gott að þessi pest fari að gefa eftir því að á morgun er bæjarstjórnarfundur þar sem fram mun fara fyrri umræða um ársreikninga bæjarins. Venju samkvæmt kynnir endurskoðandi bæjarins Ólafur Kristinsson, reikningana og skoðunarmenn leggja fram skoðunarbréf sitt.
Það er fátt sem kemur á óvart við lestur ársreikningsins. Staða bæjarfélagsins er slæm, rekstrarniðustaðan er neikvæð um 138 milljónir og tekjur og gjöld svotil á pari. Ekkert er eftir af tekjum til að standa straum af fjármagnsliðum eða afskriftum.
Það er ekki flókið hvað yrði um venjulegt fyrirtæki sem rekið væri með þessum hætti. Meira um þetta síðar.
------------------------------
Aðalfundur ESPA, The European Spa Association, hefst í dag í Reykjavík. Hérlendir aðilar að þessum samtökum eru Reykjavíkurborg, Bláa lónið og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Ráðstefnugestir sem eru um 140 talsins frá hinum ýmsu löndum munu sækja Hveragerði heim á laugardag eftir að hafa farið í dagsferð um Suðurland. Fulltrúar Hvergerðisbæjar munu bjóða til móttöku í húsnæði bókasafnsins þar sem gestir geta virt fyrir sér hina sérkennilegu jarðsprungu sem klýfur verslunarmiðstöðina nýju við Sunnumörk.
Heilsustofnun NLFÍ á vel heima í þessum góða félagsskap því þar á bæ hefur með markvissum hætti verið byggt upp metnaðarfullt og gott starf í gegnum tíðina.
------------------------------
Hef fengið nokkrar góðar athugasemdir við bloggsíðuna:
Í fyrsta lagi: Nei, ég vil ekki hafa "commment" eða gestabók á síðunni. Þeir sem vilja tjá sig geta/eiga að senda mér póst, sjá krækjuna hér til hliðar.
Í öðru lagi: Flotta tréð á myndasíðunni er hér útí garði, þetta er EKKI tekið í Brüssel um daginn ! !
Í þriðja lagi: Skal reyna að vera leiðinlegri og beittari, liggur bara svo skrambi langt frá eðlinu :-)
Það er fátt sem gerir manni eins gramt í geði eins og veikindi. Það má enginn vera að því í hinu erilsama nútímalífi að liggja lasinn. Varð því miður að segja pass í dag líka og senda varamann á skipulags- og byggingarnefndarfund og fresta vinnufundi minnihlutans sem vera átti í kvöld. Það er eins gott að þessi pest fari að gefa eftir því að á morgun er bæjarstjórnarfundur þar sem fram mun fara fyrri umræða um ársreikninga bæjarins. Venju samkvæmt kynnir endurskoðandi bæjarins Ólafur Kristinsson, reikningana og skoðunarmenn leggja fram skoðunarbréf sitt.
Það er fátt sem kemur á óvart við lestur ársreikningsins. Staða bæjarfélagsins er slæm, rekstrarniðustaðan er neikvæð um 138 milljónir og tekjur og gjöld svotil á pari. Ekkert er eftir af tekjum til að standa straum af fjármagnsliðum eða afskriftum.
Það er ekki flókið hvað yrði um venjulegt fyrirtæki sem rekið væri með þessum hætti. Meira um þetta síðar.
------------------------------
Aðalfundur ESPA, The European Spa Association, hefst í dag í Reykjavík. Hérlendir aðilar að þessum samtökum eru Reykjavíkurborg, Bláa lónið og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Ráðstefnugestir sem eru um 140 talsins frá hinum ýmsu löndum munu sækja Hveragerði heim á laugardag eftir að hafa farið í dagsferð um Suðurland. Fulltrúar Hvergerðisbæjar munu bjóða til móttöku í húsnæði bókasafnsins þar sem gestir geta virt fyrir sér hina sérkennilegu jarðsprungu sem klýfur verslunarmiðstöðina nýju við Sunnumörk.
Heilsustofnun NLFÍ á vel heima í þessum góða félagsskap því þar á bæ hefur með markvissum hætti verið byggt upp metnaðarfullt og gott starf í gegnum tíðina.
------------------------------
Hef fengið nokkrar góðar athugasemdir við bloggsíðuna:
Í fyrsta lagi: Nei, ég vil ekki hafa "commment" eða gestabók á síðunni. Þeir sem vilja tjá sig geta/eiga að senda mér póst, sjá krækjuna hér til hliðar.
Í öðru lagi: Flotta tréð á myndasíðunni er hér útí garði, þetta er EKKI tekið í Brüssel um daginn ! !
Í þriðja lagi: Skal reyna að vera leiðinlegri og beittari, liggur bara svo skrambi langt frá eðlinu :-)
Comments:
Skrifa ummæli